OK, ég skil þetta ekki - 2. hluti

Svo segir í frétt mbl.is 

 

LA Clippers vann Dallas Mavericks, 103:99, í bandarísku NBA körfuboltadeildinni í nótt og á enn möguleika á sæti í úrslitakeppninni þegar einn leikur er eftir. LA Lakers þarf að vinna New Orleans Hornets í kvöld og Golden State Warriors þarf að tapa fyrir Portland Trail Blazers til að Lakers nái 8. sætinu.

 

Hvort er það Clippers, sem á möguleika á sæti í úrslitakeppninni, eða Lakers?

Menn geta etv horft framhjá stöðugum stafsetningarvillum mbl.is-manna, en lesendur þurfa amk að vita um hvað greinin snýst!


mbl.is NBA: Clippers á enn von á úrslitasæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þetta er algjör hugsunarvilla hjá mbl-fólkinu: ef þú kíkir á prógrammið á nba.com, þá sérðu að það er Clippers sem keppir við Hornets og þeir þurfa að vinna hann og Warriors að tapa fyrir Blazers, svo clippers komist áfram.

Sjálfur er ég Lakers aðdáandi og kvíði mikið fyrir því að hitta Suns eða Mavericks fyrir í 8 liða úrslitunum

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 18.4.2007 kl. 08:48

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Og enn þá frekar, Snorri, þá var það Golden State sem vann Dallas, en Clippers unnu Phonix.  Í mínum huga þá ætti fréttin að vera um að Golden State getur með sigri í kvöld náð í fyrsta skipti síðan 1994 inn í úrslitakeppnina og með hagstæðum úrslitum (GS vinnur og LAL tapar) lent í 7. sæti í Vesturdeildinni.  Það hefði líka átt að vera frétt að GS er eina liðið sem vann Dallas í öllum viðureignum liðana í vetur.

Marinó G. Njálsson, 18.4.2007 kl. 09:10

3 Smámynd: Björgvin Gunnarsson

Úff... þessi frétt er skelfilega illa unnin! Áfram Lakers

Björgvin Gunnarsson, 18.4.2007 kl. 14:13

4 identicon

mér sýnist sem þú hafir hitt á ranga villu í fréttinni því að í lok fréttarinnar kemur fram að það er Lakers sem er að ná 8.sætinu og þar fara menn húsavillt í L.A.  En það má líka sjá það að Clippers geti náð sæti í úrslitum þegar einn leikur er eftir en svo koma tveir leikir sem þurfa að enda á ákveðinn hátt til að það geti orðið sem fréttin á víst að fjalla um.

bibbi (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband