Stútar undir stýri

logganJæja, heyrði sögu áðan, hér á BSÍ, frá leigubílstjóra, sem hafði frétteinhvers staðar, að mjög furðuleg þróun ætti sér stað í hópi stúta undir stýri. Um daginn kom frétt, þar sem sagði, að 9 manns hefðu verið teknir undir stýri og verið sendir í blóðprufu.

Það fylgdi reyndar ekki hinni opinberu sögu í fjölmiðlum, að þessir níu hafi flokkast svo:

2 innfæddir Íslendingar

1 Tælendingur

6 Pólverjar.

 

Pólverjarnir ku hafa gefið þá skýringu, að þeir hafi ekki verið of drukknir og báru við reglum í sínu heimalandi, þar sem a.m.k. venja væri að í lagi sé að keyra heim eftir að hafa drukkið ákveðið mikið magn áfengis.

Nú þekki ég ekki hvaða reglur gildi í Póllandi, en greinilegt er, að þar eru önnur viðmið en hér, hvort sem þau eru samkvæmt ströngustu lögum eða ekki.

Spurning hvort ekki þurfi að útbúa fræðsluefni á pólsku fyrir Polverjana okkar, þar sem hinar íslensku reglur eru kynntar?


mbl.is Eftir einn ei aki neinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband