Þriðjudagur, 17. apríl 2007
Jakob Frímann í 1. sæti
Ég sagði hér í gær, að mér fyndist Íslandshreyfingin lítið annað en grínframboð og nefndi þá til sögunnar, að flokkurinn vildi að gengið yrði í ESB strax, eða amk sótt um aðild hið fyrsta, en sagði síðan, að ekki kæmi til greina, að erlendir aðilar hefðu neitt að segja með auðlindir landsins.
Þetta er, í mínum huga, hrópandi mótsögn. ESB myndi aldrei láta Íslendinga afskiptalausa með auðlindir sínar, frekar en neitt annað merkilegt eða verðmætt.
En ef þetta er grínframboð, vantar trúðana. Ómar er auðvitað landsþekktur skemmtikraftur og einn sá vinsælasti þegar tekið er heilt yfir frá því um eða fyrir 1960. Sjálfur hef ég haldið mikið upp á Ómar í gegnum tíðina, þó hann hafi aðeins misst stig hin síðari misseri. Ómar er samt auðvitað skemmtikraftur, og mjög góður sem slíkur, en hann er þó ekki trúður. Hann er grínari, en ekki trúður, en reynir að afleggja þá hlið á sér í kosningabaráttunni og vill að menn taki sig alvarlega. Það hefur ekki alveg tekist reyndar.
En síðan kemur Jakob Frímann, sem lék a.m.k. einhverns konar trúð í Með allt á hreinu, ef ég man rétt. Hann hefur stundum ekki getað losað sig úr hlutverkinu, en hefur þó átt ágæta spretti, vitsmunalega séð. Ég hef reyndar lítið fylgst með honum, en séð honum bregða fyrir einstaka sinnum í sjónvarpi. En er hann trúðurinn? Ég veit það ekki. Hann er þó líklegur kandidat. Ég vantreysti mönnum, sem hafa löngum haft yfirlýsta lífsskoðun, en hætta svo við, þegar þeir fá ekki brautargengi í prófkjörum, og segjast í raun hafa haft aðra skoðun lengi vel.
En ef hann kemst ekki á þing núna, gæti hann þá farið í einhvern annan flokk fyrir næstu kosningar, eða jafnvel fyrr?
Jakob Frímann í 1. sæti á lista Íslandshreyfingar í Suðvesturkjördæmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er í raun ótrúlegt - flakkar á milli kjördæma og flokka. Hvar er trúverðugleikinn þarna. Hann var í baráttusæti í þessu sama kjördæmi sl. haust hjá Samfylkingunni og nú er bara að bíða og sjá hvort það var sá flokkur sem yfirgaf hann eða kjördæmið. Hann hlýtur að eiga stóra drauma um að standa í pontu á Alþingi Íslands.
S.Kristjáns (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 16:04
Scusa - mitt nafn er s.s. Sólveig
S.Kristjáns (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 16:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.