Byssukaup í Virginíu

imagesCAJGRPXXÞessar fréttir frá Virginíu eru hörmulegar, en snerta mann e.t.v. minna en ella, þar sem maður er orðinn vanur því að tugir manna séu myrtar á hverjum degi í Írak af brjáluðum sjálfsvígssprengjumönnum. Engu að síður fékk maður sjokk, þegar maður las þetta.

En kannski Bandaríkjamenn taki sig nú til og fari að hefta utbreiðslu skotvopna. Þar sem ég bjó í Virginíu á sínum tíma tók ég einmitt eftir því að aðgengi að skotvopnum var auðvelt. Nokkrum metrum frá heimilil mínu var veðlánabúlla (pawn shop), þar sem ýmislegt var til sölu. Ég fór þarna inn einu sinni eða tvisvar, aðallega af forvitni, og þar sá ég m.a. skammbyssur til sölu, jafnvel frekar ódýrt.

Ég spurði einu sinni hvaða leyfi ég þyrfti til að kaupa svona stykki, og þurfti ég aðeins að sýna skilríki og einhverja pappíra um, að ég væri búsettur í Virginíu. Ég gæti síðan komið aftur að nokkrum klst. liðnum og sótt gripinn. Þegar ég spurði af prakkaraskap, hvort ég gæti ekki bara fengið hana strax, var svarað: "Þá verðurðu að borga aðeins extra".

Ergo: þetta er greinilega eins auðvelt og að kaupa Cherioos í morgunmatinn. Og hvað ætli maður menn, eins og þessi sem morðin framdi, gangi um, sem tifandi tímasprengjur í Virginíu?


mbl.is Lög um skotvopnaeign í Virginíu ein þau vægustu í Bandaríkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta mál er allt hið hörmulegasta og furðulegt að ekki sé hægt að taka á þessum málum. En ég tók eftir öðru í fréttinni; hún er hræðilega þýdd, svo ekki sé meira sagt! Hef nú ekki sé svona slakt frá Mogga í mörg ár. Hvað er t.d. að "bíða frest"? vildi nú bara koma þessu á framfæri.

Þórður (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 10:53

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Einu sinni var ég staddur í sportvöruverslun í miðríkjum USA og spurði hvort til væru laserpennar (til að lýsa á skjásýningu) - þá var mér rétt '45 skammbyssa með lasermiði. Þetta var eini laserpenninn sem var til, og sölumanninum fannst sjálfsagt að bjóða mér skammbyssu í leiðinni. 

Hrannar Baldursson, 17.4.2007 kl. 11:09

3 Smámynd: Snorri Bergz

Amm, byssuóð þjóð uppsker eins og hún sáir.

Snorri Bergz, 17.4.2007 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband