Landsins forni fjandi - eða eru það fornu fjandar?

Jæja, þá er hafísinn kominn, eða amk á leiðinni. Landsins forni fjandi er kominn aftur. En það er líka kunningi hans, sá sem hefur valdið miklu meira skaða á íslensku þjóðlífi en hafísinn. Þar á ég við sósíalismann.

ogmundurViðhorfð mín til sósíalismans eru í raun margskipt. Ég virði þá, sem af einlægni og heilum hug taka upp stefnu, sem þeir álíta að skapi betra þjóðfélag. Fyrir slíka menn eru sósíalisminn lífsskoðun, rétt eins og ég tel að Karl Marx og Freddi Engels hafi í upphafi álitið. En rétt eins og ég virði sósíalista, sem eru einlægir í því að berjast fyrir glötuðum málstað, virði ég kenningar þeirra, þó ég sé alls ekki sammála þeim. Ég tel, að menn megi hafa þá lífssýn, sem þeir kjósa, svo fremi að hún sé öðrum að skaðlausu.

En þá kemur maður að spurningunni: Er sósíalisminn öðrum að skaðlausu? Að mínum dómi er hann skaðlaus, svo lengi sem fylgjendur hans séu ekki við stjórnartauma í landi sínu. Þá geta sósíalistar röflað og tuðað eins og þeir vilja, en það breytir litlu. Fyndnast finnst mér þó, að sjá nokkurn hóp öfgatrúarmanna, sem trúa svo heitt á trúleysi og vísindi, að þeir láta sér ekki nægja að berjast gegn öðrum trúarhópum, heldur reka þeir "trúboð" fyrir trúleysi.En í mínum huga er trúleysi ekki til. Allir trúa á eitthvað, sjálfan sig, vísindi, fótboltafélag, eða guð í einhverri mynd. Til að mynda las ég grein af þessu tagi frá Steindóri Erlingssyni vísindasagnfræðingi, sem er öfgatrúarmaður á sinn einstaka hátt. Trú hans á vísindin og "trúleysið" virðist heitari en trú flestra lúterstrúarmanna á Guð kristinna manna. Hann minnir í mörgu á Hendrik Ottósson, sem er einn af mínum uppáhalds sögupersónum 20. aldar, en hann var yfirlýstur trúleysingi, en afar heittrúaður á sósíalismann og háði margar deilur við þá, sem trúa vildu á Guð kirkjunnar, en stofnun sú var, að mati Hendriks, hinn eini og sanni landsins forni fjandi, rót alls hins illa í íslensku samfélagi - og erlendum samfélögum líka.

 En aftur að sósíalismanum.

Skákmaðurinn Bragi Halldórsson, íslenskukennari í MR og mikill öðlingur, sagði mér frá því í gær, hvernig best væri að kjósa. Hann sagði, að þetta væri í raun mjög auðvelt. Hann fari inn í klefann, taki niður gleraugun, haldi fyrir augun, og láti blýantinn detta niður á blaðið. Síðan kjósi hann þann flokk, sem blýanturinn bendi á. En falli hann á D, má gera aftur! Mér finnst þetta nokkuð skondið, en vil betrumbæta þessa leið þannig, að menn skuli "gera aftur" uns blýanturinn lendir á D.

imagesCAS4RTPGMisjöfn eru örlög vinstrimanna þeirra, sem báru sósíalismann á herðum sér út til landsmanna, þeim til tjóns, að sjálfsögðu. Ég heyrði nýlega sögu af grjóthörðum komma, sem var í námi í Moskvu við upphaf níunda áratugarins. Hann afneitaði þessari trú sinni í kjölfarið - ef við gefum okkur að lífssýn eða lífsspeki sé í eðli sínu trúarlegs eðlis, því hún er eitthvað sem ekki er hægt að þreifa á, heldur er von um betra líf út frá kenningarlegum forsendum. (Og persónulega er ég sannfærður um að sósíalisminn sé í eðli sínu trúarbrögð - jarðnesk trúarbrögð í andstöðu við þau guðlegu.) En maður þessi var með KGB mann yfir sér, mann sem "sá um hann". Margt skondið gerðist í þessu samneyti, en niðurstaðan var, að hann gerðist trúskiptingur og afneitaði sósíalismanum. Það er því hægt að venja menn af þessari óværu, ef viljinn er fyrir hendi hjá hinum "trúaða".

c_netlogga_vgEn úff, ég er enn að reyna að vakna...og mun því halda áfram að tjá mig, uns það gerist. En a.m.k., ég las blogg Eyþórs Arnalds í morgun og rakst þar á vísun í Benedikt Sigurðsson krata, sem segir m.a. eftirfarandi:

Prívat finnst mér heiðarlegt að játa að ég saknaði þess ekki að Steingrímur J Sigfússon stofnaði til sérframboðs  - eftir að Hjörleifur Guttormsson hafði talið hann ofan af því að ganga til liðs við Framsóknarflokkinn eins og Halldór Ásgrímsson og Kristinn H Gunnarsson höfðu reiknað með.   Ég sá ekki eftir því að Steingrímur Jóhann yrði í öðrum stjórnmálaflokki en ég – því hann hafði áður hjálpað mér til að  skilja að það væri best fyrir mig að yfirgefa Alþýðubandalagið sáluga – enda Steingrímur hvorki VINSTRI NÉ GRÆNN á þeim árum fremur en nú. 

Þetta minnir mig á það, sem virðuleg eldri kona sagði mér eitt sinn, að Ögmundur væri kommi, en Steingrímur Joð fyrst og fremst þjóðernissinni, sem hefði verið í Flokki þjóðernissinna á kreppuárunum, en ekki kommúnistaflokknum. Hún sagðist þekkja marga  slíka, sem hefðu yfirgefið þjóðernissinnaflokkinn og gengið í Sósíalistaflokkinn, t.d. Jón Aðils og fleiri. En ef þeim flokkum, sem nú væru starfandi, ætti hann helst heima í Framsóknarflokknum. Hvað hann væri að gera í sósíalistaflokki, var henni  mikil ráðgáta.

En hafa ber í huga, að á sínum tíma komu fram tvær einræðissinnaðar sósíalistahreyfingar, önnur alþjóðasósíalísk og hin þjóðernissósíalísk.

Hin fyrri er að stærstum hluta gengin fyrir ætternisstapann með falli Sovét, en hin lifir enn góðu lífi, en í breyttri mynd.

Hún hefur margt sér til ágætis, svosem, en sósíalistadraugurinn, sem fylgir með, er sá vírus, sem smitar þessa hreyfingu innanfrá. Ef sósíalistar ná góðu kjörgengi í vor má segja, eins og sagt var hér forðum, að Íslands óhamingju verður allt að vopni.

Jæja, nú er ég alveg við það að vakna.


mbl.is Hafísröndin næst landi um 27 sjómílur norðaustur af Horni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband