Kasparov handtekinn

RIMG_0051Jæja, þetta kemur nú ekki á óvart. Kasparov gengur hér fram og heldur mótmælafund í einræðisríki. Niðurstaðan var fyrirsjáanleg.

En hvað ætli rússneskir skákmenn segi nú? Ætli nokkur þeirra verði nógu hugaður til að mótmæla þessu?

Og hvað ætli skákmenn utan Rússlands segi nú, eða FIDE?

En fyrir hönd lélegra íslenskra skákmanna vil ég formlega mótmæla þessu. Gamla Sovét er komið aftur, bara undir nýjum formerkjum.

(Mynd: við strákarnir í Moskvu 2003: sýnist Björn Ívar Karlsson vera lengst til vinstri, síðan ég, og lengst til hægri er Uglan sjálf. En ef ég man rétt og sé nógu skýrt á myndina, þá sýnist mér einhver ganga vera þarna í bakgrunninum, í miðborg Moskvu).


mbl.is Garrí Kasparov handtekinn í Moskvu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ættu skákmenn eitthvað sérstaklega að taka þetta til sín frekar en annað fólk? Það þarf ekkert að blanda starfsvettfangi í pólitískt vafstur. Bara vesen.

Gunnar Th. Gunnarsson, 14.4.2007 kl. 10:46

2 Smámynd: Snorri Bergz

Kasparov á marga vini í þeim hópi, og marga aðdáendur. Og í Rússlandi er skák þjóðaríþróttin og ef frægir skákmenn þar eystra segja eitthvað opinberlega, er það fréttnæmt.

Snorri Bergz, 14.4.2007 kl. 11:24

3 Smámynd: Björn Heiðdal

Gæti hann ekki fengið hæli hér á landi líkt og Fisher?

Björn Heiðdal, 14.4.2007 kl. 12:15

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

örugglega marga óvildarmenn líka

Gunnar Th. Gunnarsson, 14.4.2007 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband