Löggan mætt á BSÍ

Morgnarnir á BSÍ eru ekki alltaf tíðindalausir. Stundum kemur fyrir, að vafsamir karakterar vaði hingað inn og valdi truflun. Yfirleitt er þá um blindfulla eða dópaða einstakleinga að ræða.

Sumir þeirra, sem eru með ólæti, láta sér segjast þegar starfsfólkið sussar á þá. En sumir ekki. Hér var eitt sinn gaur, sem lét sér ekki segjast. Hann var svo út úr heiminum, að hann ætlaði að skemma tölvuna mína, því ég væri að "taka pláss". Þá neyddist ég til að rjúka á fætur og þenja kassann, og fara ógnandi að gauknum, sem lúffaði.

En síðan kom löggan og þurfti að beita maze til að róa kauða. Urðu hér nokkuð hörð slagsmál, en löggan vann að lokum. Hér í morgun kom löggan til að hafa afskipti af náunga, sem hér sat. Hann fór þó með þeim út í bíl með góðu, en starfsfólkið hafði reynt að vísa honum út, en hann ekki hlýtt.

En eftir öll þessi skipti, sem ég hef orðið vitni að handtöku eða afskiptum löggunnar, verð ég að segja, að þar hefur fyllsta fagmennska ráðið ferð. Takk!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Björnsson

Engir hundar til að halda uppi löggæslunni

Gunnar Björnsson, 14.4.2007 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband