Ný skoðanakönnun

ogmundurJæja, nú ég ætla ég loksins að henda út skoðanakönnuninni, sem hefur verið hér á takk-blogginu síðan vel fyrir páska. Sú skoðanakönnun hljóðaði upp á, hvar fólk telji mestan skort vera á lýðræði í heiminum. Niðurstaðan er eftirfarandi.

 

Rússlandi 4,7%
Hvíta-Rússlandi 2,4%
Norður-Kóreu 27,6%
Kína 3,9%
Íran 6,3%
Saudi-Arabíu 13,4%
Sýrlandi 0,8%
Súdan 3,9%
Líbýu 0,8%
Zimbabwe 11,0%
Kúbu 3,9%
öðru landi 21,3%
127 hafa svarað
Þetta var svolítið öðruvísi en ég átti von á. Mig grunar, að kanahatandi sósíalistar, bæði umhverfiskvennasósíalistar og kratar, hafi sett "annað land" með USA í huga, en annars skýrir þetta sig sjálft. Sjálfur kaus ég Rússland upphaflega, en hefði sennilega átt að kjósa Hvíta-Rússland frekar. En ég vek athygli á, að könnun þessi var sett inn í kjölfar þess, að Pútinsmenn réðust á mótmælafund Kasparovs og félaga í stjórnarandstöðunni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband