Sunnudagur, 8. apríl 2007
"Rakbragðið"
Gunnar Björnsson, smábloggari, skemmtir sér við að minnast á gambítinn minn í skákinni gegn Frakkanum í gær, nefndi hann "rakbragðið".
Já, Klakkur hafði gaman að þessu. Málavextir voru þeir, að ég mætti alblóðugur á skákstað og þurfti að bregða mér á kvennaklósettið með "hjúkrunarkonu" til að þrífa það versta af.
Ég hafði nefnilega ekkert nennt að stúdera fyrir Frakkann Lamoureux. Ég sá, að hann tefldi afbrigði sem ég kannaðist vel við.Ég las hann rétt og ákvað, að tefla þetta bara beint af augum. Ég slakaði því á í gær, tók þessu rólega, og fór síðan í Hreyfingu að ganga fimm, chillaði þar, fór í gufuna og svoleiðis. Síðan rakaði ég mig og þegar ég var að pakka græjunum, datt mér skyndilega í hug, þegar klukkan var rúmlega hálf fimm, hálftíma fyrir skák, að raka af mér slykjuna á hausnum. Ég hafði auðvitað ekki réttar græjur, en ákvað að láta vaða!
Ég flýtti mér aðeins of mikið og skar mig á nokkrum stöðum. Þegar ég var búinn hélt ég reyndar, að bloðið væri farið, en ekki aldeilis. Síðan rauk ég á skákstað, kom aðeins of seint, en var síðan bent á, að ég væri alblóðugur á höfðinu.
Þetta var semsagt rakgambíturinn. Og hann virkaði vel, því ég held ég hafi sjaldan eða aldrei unnið alþjóðlegan meistara svona auðveldlega í kappskák. Þetta var semsagt einn áreynslulausasti sigur sem ég man eftir.
Það borgar sig að tefla "rakbambítinn"
Myndin uppi er af Ingvari Xbita...úff, þegar hann fær þetta killerlook hljóta menn að leika af sér fyrr eða síðar.
Athugasemdir
Þetta trikk kemst á síður skáksögunnar. Enginn vafi
Lamoureux er greinilega empatískur Fransmaður, eða blóðhræddur
Gillette, annað ekki!
Þú rakar vonandi ekki af þér hausinn til að vinna?
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 8.4.2007 kl. 11:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.