Kaupþingsmótið 3. umferð

pict0309Jæja, lítið gekk á í gærkvöldi. Menn greinilega enn að venjast því að þurfa að tefla 2 skákir á dag.

Í GM flokki gerðu Stefán og Bragi jafntefli. Sömuleiðis Guðmundur og Róbert. Hörmungar Uglunnar halda áfram. Hann tapaði fyrir Miezis og hefur semsagt langhrókerað í fyrstu þremur umferðunum. Hrikalegt, eins og hann hefur nú teflt ágætlega strákurinn. Bjözzi tapaði fyrir Kveinys. Við áhorfendur héldum að hann væri á einum punkti að snúa á kallinn, og fór ég á þeim tímapunkti, en Baltinn reyndi hefur greinilega náð á snúa á "Knút litla" -  íslenska heimskautahúninn. Shaw gerði síðan jafntefli við Emil í Kattholti.

pict0327Í Meistaraflokki urðu fjögur jafntefli og aðeins einn sigur, þegar Bellin vann Heimi Ásgeirsson. Ég og Sigurður Daði gerðum jafntefli eftir 12 leiki, þegar báðir þráléku og hvorugur þorði að brenna brýr að baki sér og fara "all in", eins og þeir gera í pókernum. Það er hreinlega of mikið í húfi. Hjörvar skellti í lás gegn Sigurbirni, og jafntefli var niðurstaðan. Ingvar og Lam....Frakkinn gerðu jafntefli í sennilega lengstu skák mótsins. Ingvar stendur semsagt vel að vígi. Síðan var jafntefli hjá Kaz og McNab.

Frekar upplýsingar eru á heimasíðu mótins.

(Myndir: efst: ég og Ingvar Xzibit við upphaf 1. umferðar: neðri myndin; ég og Kaz hinn pólski við upphaf 2. umferðar).

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að fylgjast með þessum pistlum hjá þér, Snorri.

Þórir Ben (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband