Þriðjudagur, 3. apríl 2007
Iceland Express málið: Löglegt en siðlaust?
Ég vil byrja á því að viðurkenna, að ég hef aldrei flogið með Iceland Express. Hananú.
Engu að síður vil ég, að samkeppni ríki á þessum markaði, eins og öllum öðrum. Maður man of vel, hvernig verðlag var hér forðum, meðan Flugleiðir voru einir um hituna.
Ég get nefnt sem dæmi, að þegar ég fór til USA 1998 var það ódýrara fyrir mig, að fljúgja til Danmerkur, þaðan til Hollands og áfram til Washington, en beint til Baltimore/Washington með Flugleiðum. Og það þrátt fyrir að ég færi heim með Flugleiðum frá Baltimore. Fyrir mismuninn gat ég borgað viku gistingu í Kaupmannahöfn og matföng mest allan tímann.
Mér fannst verð Flugleiða þá vera algjört okur. Svo einfalt var það. Samkeppnin hefur nú gert það að verkum, að Flugleiðir hafa orðið að lækka verð sitt.
En varðandi mál Iceland Express, þá vil ég segja: Sé þetta rétt hjá forsvarsmönnum IE, fyrst að FLugleiðir hafi reynt að hösla þá út á markaðnum (sem virðist nú sannað) og síðan, að aðilar innan stjórnar FLugleiða hafi notað tækifærið og reynt að kaupa fyrirtækið sem FLugleiðir voru að reyna að drepa, þá er þetta ógeðsleg hegðun hjá Pálma.
Ef þetta er löglegt, er þetta siðlaust.
Segja Pálma eiga persónulegan þátt í rekstrarerfiðleikum IE | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.