Aprílgabb

jon04217Að venju kom fram aprílgabb á www.skak.is. Nú var auglýst Alþjóðlega Landsbankamótið 2007, sem hefjast eigi í lok apríl, þegar Kaupþingsmótinu og Reykjavík International verður lokið.

Mér skilst að þónokkrir áhugasamir skákmenn hafi skráð sig, en ómögulegt er að toga upp úr ritstjóra Skákar hverjir þar áttu í hlut.

Mig grunar einna helst nokkra bloggvini hér, Hrannar Arnarsson og Baldursson, Svein Arnarsson, Benedikt Jónasson og Stefán Frey.

Reyndar hef ég, í fúlustu alvöru, nokkra grunaða, þám nokkra fastagesti á mótum. En meðal ritstjóri Skákar ber fyrir sig, að blaðamenn verndi heimildamenn sína, verð ég bara að halda áfram að giska.


mbl.is Aprílgöbb stór og smá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Bergz

Ég veit. Ég var bara að koma Hrannari að, og nefndi menn af handahófi til að fylla upp.

Snorri Bergz, 2.4.2007 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband