Falklandseyjastríðið

Ég varð mér úti um tvo merkilega þætti um daginn: Discovery Channel að fjalla um Falklandseyjastríðið. 

En þótt maður harmi mannfall, þá skil ég ekki hvað Bretar eru að velta fyrir sér hvað Argentínumenn vilja gera. Þeir byrjuðu þetta stríð, með því að ráðast inn á breskt landsvæði, og létu öllum illum látum, fyrst og fremst til að láta almenning lítast aðeins betur á herforingjastjórnina.

En þar að auki finnst mér, að Argentinumenn séu ekkert of hrifnir af því að rifja þetta stríð upp, og það á líka við um herforingjastjórnina.

Ef Argentínumenn hafa áhuga á því að halda minningarathöfn, ætti hún að fara fram í Argentínu, ekki á bresku svæði.


mbl.is Bretar lýsa yfir iðrun vegna þeirra sem létust í Falklandseyjastríðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband