Nasismi í sókn í Þýskalandi

Jæja, þá er þetta byrjað aftur. En að þessu sinni veit ég fyrir víst, að hvorki Þjóðverjar né þjóðir heims muni sætta sig við, að þessi pest breiðist út enn og aftur.

En jafnframt er ekki hægt að horfa upp á það, að innflytjendastraumur, einkum fólks frá Austur-Evrópu og Tyrklandi, hefur skapað mörg vandamál. Hér forðum fluttu Þjóðverjar inn Tyrki í massavís til að vinna þau störf, sem þeir nenntu ekki sjálfir að gera, svona svipað og við höfum verið að gera á síðustu árum. En síðan sat þetta fólk eftir í landinu og fór eðlilega að breiða úr sér. Börn þeirra líta á sig sem Þjóðverja og tala góða þýsku, en taka störf frá "Aríunum" og kemur þá upp þessi gamalkunna krafa: "Útlendingarnir taka frá okkur störf og fjármuni"--- sama ákall og var í Þýskalandi á Weimar tímabilinu, en þá hétu útlendingar Juden.

Auk Tyrkjanna hafa þúsundir A-Evrópubúa flust til Þýskalands, ja, eiginlega hundruðir þúsunda á aðeins nokkrum árum, ef ég man rétt. Sumir komu sem flóttamenn, aðrir sem farandverkafólk.

En niðurstaðan er, að ákveðin vandamál hafa skapast, eins og víða annars staðar. Slíkar aðstæður eru gróðrarstía kynþáttahatara.

Þegar ég var í námi í Englandi 1992-1993 kynntist ég lítillega þýskum ný-nasista, en hann var bróðir eins samnemanda míns og var í heimsókn. Hann var frá A-Þýskalandi og skv. frásögn hans var ástandið slæmt og enn líti á útlendinga sem sníkjudýr, sem taki fé og atvinnu frá hinum innfæddu, einkum Austur-Þjóðverjum, sem hefðu þjást nóg undan kommúnisma og ættu nú skilið að hagur þeirra verði bættur.

Síðan þá hefur efnahagur fyrrum A-Þýskalands batnað, en útlendingum jafnframt fjölgað. Og ný-nasisminn hefur breiðst út hægt en örugglega. 


mbl.is Árásum á útlendinga í Þýskalandi fjölgaði um 37% á síðasta ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Röng samlíkin. Þessa innflytjendur er ekki hægt að bera saman við gyðinga sem oft höfðu búið um aldabil í þessum löndum og þurft að þola ofsóknir megnið af þessum tíma. Innflytjendur eru fólk sem kemur til nýs lands og ætlar að gera vel, er duglegt og vinnur mikið. Ein setning hjá þér lýsir þessu vel, "ættu nú skilið að hagur þeirra verði bættur". Enginn á neitt skilið nema það sem hann/hún vinnur fyrir. Það á að segja þessum landeyðum, aumingjum og letingjum að bretta upp ermarnar og taka til hendinni.

Ingi Geir Hreinsson, 31.3.2007 kl. 09:30

2 Smámynd: Snorri Bergz

Þetta voru viðhorf A-Þjóðverja þessa. Hann var auðvitað alinn upp í kommúnisma, þar sem menn treystu bara á ríkið til að beila sig át. Föttuðu ekki að "lífið er það sem þú gerir úr því." Þess vegna urðu þeir fúlir, þegar duglegt fólk kom inn og gerði vel. Hið sama var að gerast í Leicester, þar sem ég var í námi. Þar var vísast næst mesa ef ekki mesta hlutfall innflytjenda í Bretlandi og einn "frjálslyndur" hafði náð kjöri í borgarstjórn.

Ég sá þar líka tvær litlar matvöruverslanir á svipuðum slóðum, á Queen's Road. Önnur hafði verið þarna í tugi ára, hin nýlega tilkomin. Sú fyrri var tekin af Bretum: opnaði 9 og lokaði 6. Sú síðari var rekin af Pakistönum; opnaði sjö og lokaði ellefu. Betri þjónusta, betra verð. Auðvitað verslaði maður þar. Bretarnir fóru á hausinn. Vandamálið er ekki alltaf að útlendingar séu, heldur að hinir innfæddur eru latir og hrokafullir. En aðstæður eru auðvitað misjafnar eftir löndum og stöðum.

Snorri Bergz, 31.3.2007 kl. 09:59

3 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Vel sagt Snorri, ég kynntist líka í Kanada smávöruverslunum þar sem sami maðurinn var bara alltaf bakvið borðið, eða sonur hans eða eiginkona. Þetta finnst innfæddum allt í lagi en þegar þau mennta börnin sín og fara að keppa um önnur störf, þá byrjar vandinn.

Ingi Geir Hreinsson, 31.3.2007 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband