Mogginn ræðst mjög harkalega að starfsmanni sínum

Helgi AssVar að sjá leiðarann: "Um orðhengilshátt lögfræðinga" á http://morgunbladid.blog.is þar sem hjólað er frekar harkalega í Helga Áss Grétarsson lögfræðing. Þar segir:

Stundum mætti ætla, að það væri eitt helzta viðfangsefni lögfræðinga að útskýra fyrir fólki, að orð, sem hafa skýra merkingu, hafi það ekki. Slíka tilraun gerir Helgi Áss Grétarsson lögfræðingur í grein hér í blaðinu í fyrradag.

Lögfræðingurinn segir:

"Í síðari lögum um stjórn fiskveiða var kveðið á um, að nytjastofnar á Íslandsmiðum væru sameign íslenzku þjóðarinnar. Óhætt er að fullyrða, að þetta ákvæði hefur valdið deilum, þar sem ekki eru allir sammála um hver sé merking þess. Virtir fræðimenn í lögum hafa talið, að ákvæðið undirstriki fullveldisrétt íslenzka ríkisins í málefnum sem lúta að stjórn fiskveiða á meðan aðrir, m.a. ritstjórn Morgunblaðsins, sbr. t.d. Reykjavíkurbréf 11. marz sl. virðist telja, að með ákvæðinu hafi íslenzka ríkið í umboði þjóðarinnar öðlast heimildir eiganda yfir nytjastofnum sjávar. Það er hægt að tefla fram fleiri rökum um hvernig eigi að túlka ákvæðið svo að það má slá föstu, að óvissa er fyrir hendi."

Hvers konar vitleysa er þetta? Lagaákvæðið er mjög skýrt. Fiskimiðin við Íslandsstrendur eru sameign þjóðarinnar. Í því felst, að eigandinn, þjóðin, á rétt á að fá gjald fyrir afnot annarra á þessari þjóðareign. Í samræmi við það hafa verið sett á Alþingi lög um auðlindagjald. Útgerðin er þegar byrjuð að greiða þetta gjald, þótt það mætti vera og ætti að vera hærra og verður áreiðanlega hærra í framtíðinni. Um þetta grundvallaratriði er engin óvissa og orðalagið svo skýrt að það er alveg sama hversu margir lögfræðingar reyna að útskýra að það þýði eitthvað annað en við blasir samkvæmt orðanna hljóðan, þeim mun ekki takast það ætlunarverk.

Helgi Áss Grétarsson segir:

"Árið 1988 var mælt fyrir um að fiskistofnar á Íslandsmiðum væru sameign íslenzku þjóðarinnar. Markmiðið var að stilla til friðar um stjórnkerfi fiskveiða. Hefur það markmið náðst?"

Þetta er furðulegur málflutningur. Markmiðið með framangreindu ákvæði var að undirstrika, að íslenzka þjóðin ætti fiskimiðin. Það er skýrt og auðskiljanlegt og út í hött að tala nú um það að markmiðið hafi verið eitthvað annað.

Ef íslenzkir útgerðarmenn og talsmenn þeirra vilja hefja þennan slag á nýjan leik mun ekki standa á þeim, sem tekið hafa til varnar fyrir rétt íslenzku þjóðarinnar til þess að eiga þá auðlind, sem Alþingi Íslendinga hefur undirstrikað að sé sameign hennar, að taka þátt í þeim leik. En útgerðarmenn munu ekki ríða feitum hesti frá þeim umræðum.

Hinir vitrari menn í þeim hópi ættu að hafa vit fyrir þeim, sem nú eru að ana út í ófæru.

Helgi Áss Grétarsson hefur verið starfsmaður Morgunblaðsins í nokkur ár og skrifað bæði skákpistla og hinn daglega skákþátt. Nýlega kom nafni hans Ólafsson, sem áður skrifaði m.a. í Þjóðviljann, Tímann og NT, inn í púkkið. Þeirskipta þessu nú með sér, ef ég veit rétt.

Furðulegt að Mogginn skuli hjóla svona í starfsmann sinn (já, eða starfsmaður hjóla í yfirboðara sína í fyrrn. grein). Ég segi nú ekki annað!

Ef ég þekki Helga rétt, mun hann ekki sitja þegjandi undir þessu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband