Hraðakstursplágan

imagesOg jafnan eru þetta ungir menn að leika sér á vegum landsins.

Það verður að fara að grípa til einhverra harðra aðgerða gegn þessari ógn, eins og ég hef margsinnis farið fram á hér á blogginu.

Þetta gengur hreinlega ekki lengur!


mbl.is Sviptur ökuleyfi á fyrsta degi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

"Og jafnan eru þetta ungir menn að leika sér á vegum landsins"

Ertu viss?  Í 20 ára starfi við umferðarlöggæslu er ég ekki tilbúinn að skrifa undir þessa fullyrðingu.  Krakkarnir eru miklu klaufalegri vegna reynsluleysis að brjóta af sér og það er ekkert einkennilegt við þessa hegðun þeirra, fordæmi hinna eldri eru allt um kring.  Þetta er ekki meðfædd hegðun.  Hún er lærð, lærð af okkur sem eldri eru. 

Mjög mikil áhersla er lögð á siðferði og tillitssemi í ökukennslunni.  Það geta þeir kynnt sér sem áhuga hafa.  Það er ekki nóg að kunna umferðarreglunar upp á tíu, það er ekki nóg að vera klár og flínkur að stjórna ökutækinu ef hausinn á ökumönnunum er ekki í lagi.  Það er meiri frétt ef 17 ára ökumaður er tekinn við hraðakstur, sbr. 136 km hraða með dagsgamalt ökuskírteini en ef 47 ára maður er tekinn við sömu iðju. 

Í morgun varð ég vitni að samskonar akstri þar á Kringlumýrarbrautinni.  Viðkomandi hagaði sér gjörsamlega eins og fáviti og setti alla í hættu með framferði sínu.  Ég setti á mig númerið og sá aftur til hans 10 mín. síðar í Borgartúninu þar sem hann var að reyna að troðast fram hjá lokunarmerkjum.  Þessi ökumaður var líkast til nær sextugu.

Sveinn Ingi Lýðsson, 29.3.2007 kl. 14:57

2 Smámynd: Snorri Bergz

aha, merkilegt. Maður sér oftast í fréttunum: ungur maður! En gott að fá þetta fram. Takk!

Snorri Bergz, 29.3.2007 kl. 15:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband