Skattaskýrslan

imagesCAJGRPXXUndirritaður er nú gjörsamlega að missa sig vegna skattaskýrslunnar, en ég hef frest fram á kvöld til að skila.

Ég safnaði saman öllum gögnunum um helgina og fyllti þetta út þá og í gær. En þá kom upp VILLA. Ég náði ekki að leiðrétta hana og hringdi í vin minn sem vinnur hjá Skattinum og leitaði hjálpar. Hann gat ekki fundið út hvað væri að (en sá ekki skýrsluna hjá mér - en reyndi að hjálpa í gegnum síma).

Ég hringdi því aftur kl. 9:37 í morgun og komst í gegn kl. 9:59. Þar svaraði mér afskaplega elskuleg kona, Sigurlaug eða Sigurveig, minnir mig að hún heiti.  Hún fann heldur ekki svar við þessari villu, en leitaði tvisvar aðstoðar hjá VSK deildinni, um villan sneri að því, að það væri ekki samræmi á milli upphæðar í rekstrarskýrslu (RSK 4.11) og einu VSK blaðinu (RSK 4.25).

VSK deildin reyndi við þetta tvisvar, en ekkert gekk.

Þessi elskulega kona gekk á milli Heródesar og Pílatusar, og benti mér að lokum á, að hafa samband við tæknideildina. Þar fékk ég mikinn snilling til að aðstoða mig í málinu, en hann fann heldur ekkert athugavert. Er reyndar núna enn að reyna að fá botn í málið.

untitledStaðan er því þannig, að ég get ekki skilað skattaskýrslunni og hef ég eytt mörgum klst bara við að reyna að leiðrétta þessa villu, sem enginn skilur í hverju felst.

Og engin lausn í sjónmáli. Hvað gera bændur nú?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Bergz

Jæja, það fór svo, að engin lausn fannst, en umræddur snillingur hjá Skattinum hefur tekið málið að sér og mun redda þessu einhvern veginn.

En mikið er þetta skrítið, að kerfið skuli klikka svona! En staffið til mikillar fyrirmyndar og þjónustan góð. Takk fyrir!

Snorri Bergz, 27.3.2007 kl. 16:02

2 Smámynd: Lýður Pálsson

Þetta er fínn vefur rsk.is en þolir ekki mikla heimspeki eða talnaspeki. t.d. að eign skuli metin á 0 krónur eins og gerðist víst hjá mér og gerði villu.   1 króna er mikið skárra.

Lýður Pálsson, 27.3.2007 kl. 19:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband