Þriðjudagur, 27. mars 2007
Stoppflokkarnir
Jæja, ýmislegt kom nú í ljos á morgunverðarfundi Viðskiptaráðs í morgun. Hin nýja kynslóð Íslendinga telur sig víst Evrópubúa, ekki Íslendinga.
Ég er ekki sammála þessu, því hvar sem maður hittir Íslendinga, sem búa erlendis, segjast þeir fyrst og fremst vera Íslendingar. Jafnvel börnin, sem varla eru farin að tala og sum tala jafnvel ekki íslensku: Ég er Íslendingur.
Það, að vera Íslendingur, er eitt og sér töluvert dýrmæt auðlind. Ég veit ekki til að við eigum neina eiginlega óvini, alls staðar þar sem maður kemur er talað um litla Ísland af vinsemd og virðingu, já, og forvitni.
Það, að búa á Íslandi og vera Íslendingur er ekkert til að skammast sín fyrir. Fólk getur flust til útlanda og búið þar um lengri eða skemri tíma, en það verður áfram Íslendingar í hjarta sínu.
En það, að vera "Evrópubúi" er þó vísast ekki endilega stuðningur við ESB. Við höfum verið Evrópubúar löngum öldum og hættum því ekki, þótt við verndum sjálfstæði og sjálfsvirðingu þjóðarinnar.
En síðan barst talið að umhverfis- og stóriðjumálum. Það var þar, að stoppflokkarnir komu undan feldinum og sýndu sitt rétta andlit.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var hins vegar á öndverðu meiði og sagði Íslendinga þegar hafa gengið of langt í stóriðjuframkvæmdum sínum. Engin spurning sé um það að Íslendingar eigi gríðarlega mikla orku sem einungis verði verðmætari með tímanum. Rangt sé hins vegar að nýta auðlindina af skammsýni til að framleiða ál enda sé orka okkar langt frá því að vera á síðasta söludegi.
Katrín Jakobsóttir, varaformaður Vinstri grænna, kvaðst vera á sama máli og Ingibjörg Sólrún enda telji hún rétt að gera hlé á virkjunar- og stóriðjustefnunni á meðan rannsóknir fari fram þannig að hægt verði að leggja mat á niðurstöður þeirra áður en hafist verði handa við nýjar framkvæmdir.
Ingibjörg, við erum með tvö álver. Er það að ganga of langt? Og verður orkan verðmætari með tímanum? Jæja, en hvað með alla þá orku sem tapast, á meðan Samfó bíður eftir því að geta gefið ESB orkuna?
En Samfó og Vinstri grænar eru ekki aðeins stoppflokkar, þegar kemur að orku- og stóriðjumálum. VG vill greinilega, ef marka má Ögmund Jónasson, stöðva bankastarfsemi í landinu, stöðva hagsæld, stöðva framfarir. VG vill semsagt segja stopp við hagsæld þjóðarinnar og flytja hana aftur til 1974. VG vill síðan segja stopp við hinu og þessu....listinn er of langur til að ég nenni að telja hann upp hér.
Samfó vill jafnframt stoppa ýmislegt, en Samfóarnir eru þó ekki alveg jafn harðir stöðvunarsinnar og VG. En þeir vilja samt stöðva nógu mikið, til að hér komist á kreppa...ef ég fæ skilið stefnu þeirra rétt. Þeir hafa mörg ágætis mál í stefnuskrá sinni, en eru duglegir að fela þau innan um einhverjar fantasíur, sem ganga ekki upp, svo sem að taka upp Evru, ganga í ESB, koma á einræði (það virðist amk markmið þjóhnappakratanna) og selja landið smám saman í hendur erlendu stórveldi.
Það er dálítið erfitt að fara sómasamlega yfir stefnumál Samfó, af eðlilegum ástæðum, því líklegter, að á meðan ég væri að lesa stefnuskrá flokksins myndi amk eitt stefnumál taka breytingum, amk á borði, ef ekki í orði. Þessi hringlanda- og vingulsháttur, sem einkennt hefur Samfó, segir einfaldlega við þá, sem fræðast vilja um stefnu flokksins: STOPP.
Já, vinstri flokkarnir eru stoppflokkar. En ef við stoppum allt galleríið, getum við bara flust til Kanarí, og verið þar góðir Evrópubúar.
Svafa: Ný kynslóð Íslendinga lítur á sig sem Evrópubúa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er ekki réttara að segja að við séum með 3 álver? Þó að 3ja álverið hafi ekki hafið rekstur þá er jú næstum búið að byggja það. Straumsvík, Grundartangi og Reyðarfjörður.
Geir G, 27.3.2007 kl. 14:19
Ja, við erum með 2 álver, akkúrat núna. Við gætum hafa gengið oft langt þegar Reyðarfjörður kemur inn. En eins og er höfum við aðeins 2 álver.
Snorri Bergz, 27.3.2007 kl. 15:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.