Afsakið biðina, vinsamlegast bíðið

Jæja,  ég á víst að skila skattaskýrslunni í dag. Hún er tilbúin, nema ein villumelding kemur upp, varðandi samspils virðisaukahlutans og rekstrarskýrslunnar. Ég hef reynt allt, en get ekki lagað þetta.

Nú, ég reyndi að hringja í gær. Beið þá í hálftíma, en komst ekki að. Ég reyni aftur núna. Ég hef, þegar þetta er skrifað, beðið í tæpar 20 mín. Enn ekki kominn að. Og síðan fær maður rödd á hálfrar mínútu fresti, og segir hún:

Afsakið biðina. Vinsamlegast bíðið.

Mér finnst að skatturinn ætti að veita aukinn frest, úr því þeir geta ekki veitt mönnum neina hjálp við framtalninguna, nema með því að láta fólk bíða í klukkustund í símanum eftir aðstoð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Bergz

Jæja, komst inn og var í símanum með afskaplega almennilegri konu í tæpan hálftíma til viðbótar. En við gátum ekki lagað villuna, jafnvel ekki með hjálp sérfræðinga í vsk-deildinni. Ergo: þetta virðist vera bilun í kerfinu, því þetta stemmir allt saman. En samt fæ ég villumeldingu og get því ekki skilað framtalinu inn.

Hvað gera bændur nú?

Snorri Bergz, 27.3.2007 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband