Cliff í Kastljósinu

Ég horfði á Sör Cliff Richard í Kastljósinu í gær.

Ég vil byrja á því að hrósa stelpunni, sem tók viðtalið. Hún stóð sig vel.

En mikið var Cliff góður í viðtalinu. Hann fór vítt og breitt, var vel að máli farinn og margt sem hann sagði var mjög athygli vert. Hann var kurteis og laus við stjörnustæla, alúðlegur við spyrjandann og kom vel fyrir. Ergo: ég hreifst mjög af kallinum!

Ég varð mér úti um, fyrir nokkrum mánuðum þegar ég fékk 60s kast, safnplötu Shadows. Kannski ég spili hana á eftir til heiðurs gamla manninum?


mbl.is Cliff Richard kominn til tónleikahalds
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband