Andri Snær rist-aður?

Ég náði loksins að klára þann hluta verkefnisins sem ég ætlaði að klára í kvöld. Þá kom tími til að kíkja á Kastljósið, þar sem ég vissi af Andra Snæ og Rannveigu Rist ræða um stækkun álversins í Straumsvík.

Ég verð að segja, að Andri Snær olli mér vonbrigðum. Hans einu röksemdir voru þau, að svo og svo mikil orka væri til í landinu og hvað mikið af þeim pakka lendi í Straumsvík. Hans röksemdir voru þær sömu og hinar, sem notaðar eru gegn því að flytja flugvöllinn í Vatnsmýrinni: Þetta skipti alla landsmenn máli.

En ég sé ekki að það snerti mig nokkuð, hvort álverið sé svo og svo stórt eða svo og svo lítið. Ég fer bara út á flugvöll nokkrum sinnum á ári, max. Að öðru leyti snertir það mig ekkert.

Mér fannst Rannveig Rist koma vel út úr þessu viðtali. Eg held, að hún hafi farið langt með að tryggja álverinu áframhaldandi rekstur...og þá í stærri útgáfu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Bergz

Nei, ekki að grínast.  Andri Snær er ekki góður að koma fram. Burtséð frá málstað hans, þá er hann betri fyrir aftan tölvuna.

Þar að auki er þessi "heildarmynd" hans óljós, í mínum huga amk.

Snorri Bergz, 26.3.2007 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband