Jón Axel les Jakob Nielsen

Mikið var ég hissa að sjá Jón Axel birta kafla úr skrifum Jakobs Nielsens, sem er einn merkilegasti (en umdeildasti) internet kallinn í USA. Hann hefur athygliverðar, en umdeildar, kenningar um vefinn og hvernig auka skuli sýnilega vefsíðna þar. Meðal annars hefur hann ritað nokkuð um hvernig rita skuli veftexta. Þar rennur Jón Axel á bragðið.

Mér finnst þetta mjög merkilegt hjá Nielsen, en því miður er mjög lítið farið eftir þessu, að manni sýnist. Hver vefsíðan á fætur annarri er skrifuð af allskonar fólki, sem stundum er illa skrifandi per se, stundum illa skrifandi á vefinn, stundum er þetta ágætt.

Það virðist vera lítið um, að sérhæfðir textasmiðir annist ritun á heimasíður fyrirtækja. En kannski er það að breytast, sbr. til dæmis nýlega áherslu eins internetfyrirtækis á þennan þátt vefsíðuhönnunar.

En kannski geta bloggarar átt von á því, að Jón Axel fari að skrifa öðruvísu á komandi misserum, nú þegar hann hefur lært trikkin?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband