Mánudagur til mæðu

Já, svo sannarlega. Ég svaf yfir mig í morgun. Vaknaði reyndar á venjulegum tíma, c.a. rúmlega fimm, og leit á klukkuna. Hún var þá rúmlega eitt. Ég skreið aftur upp í, og náði að leggja mig smástund. Reis svo upp að nýju og sá þá, að það var byrjað að birta úti.

Mitt trausta armbandsúr var orðið batteríslaust. Hefði ekki átt að koma mér á óvart. Ég er búinn að eiga það í fjölda ára, og það hefur hvorki bilað né tapað "hraðanum" eins og gerist með fótboltamenn, þegar þeir ná ákveðnum aldri. En klukkan í eldhúsinu sagði 6:50. Ég hitaði því kaffi, sinnti morgunverkunum og rölti síðan niðrá BSÍ, þar sem ég sit gjarnan á morgnana. Gott að sitja hér með tölvuna, fara á netið, drekka kaffi og vinna aðeins.

Ég ætlaði að fara að laga textann á nokkrum undirsiðum á vefsíðu ónefnds fyrirtækis úti í bæ, en hafði gleymt passwordinu. Því sit ég hér eins og asni og blogga, eldsnemma að morgni. Já, mánudagur er til mæðu.

Framundan er nóg að gera fyrir vana menn. Þar fyrir utan er skattaskýrslan, sem ég þarf að skila á morgun. Og tannlæknirinn á miðvikudaginn. Margur hefur farið á taugum við minna. Ég hræðist þó ekki tannsa. Mitt stærsta vandamál þar er, að komast hjá því að sofna í stólnum. Ég skil ekki þá, sem hræðast tannlækna.

En skattaskýrslan er meira vandamál. Maður þarf að reikna út allskonar tölur, leggja saman og draga frá. Ég vona að forritið hjá skattinum geri það mest allt fyrir mig. Og ég er með allt tilbúið til að fóðra "dýrið". Nú er bara að sjá, hvað kemur út úr þessu.

En ég á fastlega von á, að nenna þessu ekki á næsta ári. Veit einhver um góðan endurskoðanda? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband