Veiðikortið

logo2007Jæja, nú fer mesta sölutímabil Veiðikortsins að hefjast. Veiðimenn víða um land eru byrjaðir að tékka á græjunum, hnýta flugur og búa sig undir sumarið.

Ég hef aldrei verið mikið fyrir stangveiði, enda á ég nóg með ýmis önnur áhugamál. Ég er líka sammála Erlendi í Unuhúsi um, að best er að vera í Reykjavík, en óbyggðir séu ekki sérstaklega áhugaverðar (hvað svo sem Ómar segir við því!) Jón vinur vor Gunnarsson, a.k.a. Uglan, er mér algjörlega ósammála, enda er hann í framboði fyrir VG í Reykjavík. Hann býr reyndar við Þingvallavatn flest sumur, og brennur aðeins í bæinn til að fara á skákmót eða vinna. Hann hefur fengið Veiðikortið í jólagjöf tvö síðustu ár, en fyrsta árið fékk hann það að gjöf frá einhverjum öðrum bloggara, ónefndum.

En ég verð þó að viðurkenna, að Veiðikortið er stórsnjöll hugmynd. Ég er að vísu ekki hlutlaus, því það var stofnað af litla bróður, Ingimundi, sem hefur unnið þrekvirki við að koma þessu hugarfóstri sínu í framkvæmd.

Ég er akkúrat núna að lesa heimasíðu Veiðikortsins. Þar er margt mjög skemmtilegt að sjá. Mæli ég með, að áhugamenn um stangveiði kíki þarna við sem fyrst og tékki á málum. Bendi á: www.veidikortid.is

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ísdrottningin

Búin að kaupa kortið 

Ísdrottningin, 25.3.2007 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband