Breska stjórnin heimilar blæjubann í skólum

story_veil_afp Breska stjórnin hefur nú gefið skólayfirvöldum heimild til að banna múslimum að ganga með andlitsblæjur í skólum, skv. fréttum,m.a. á CNN, með ákveðnum skilyrðum þó.

Hér heldur áfram umræðan sem háð var í Frakklandi í fyrra og hittiðfyrra um aðlögun innflytjenda og umburðarlyndi hinna innfæddu.

Sjálfur er ég þeirrar skoðunar, að það eigi almennt að taka tillit til menningar og hefða innflytjenda, en með undantekningum þó. Málið er, að innflytjendur verða líka að taka tillit til hefða og menningar gistilandsins. Innflutningur til framandi lands setur ekki aðeins skyldur á herðar hinna innfæddu, heldur aðkomufólksins líka. Og nefna verður, að ætli t.d. Evrópubúar að flytjast til íslamskra landa, verða þeir að aðlagast siðum og menningu hinna innfæddu þar. Því er alls ekki ósanngjarnt að múslimar þurfi að taka tillit til evrópskrar menningar, kjósi þeir að flytjast þangað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband