Reykjavík lokuð

Jæja, nú er eiginlega búið að loka Reykvíkinga inni. Það leiður hugann að því, hvort ekki sé kominn tími á Hellisheiðargöng og að leggja Suðurlandsveg við Norðlingaholt í stokk.

En það er aldeilis veðrið úti á landsbyggðinni. Nú er gott að búa EKKI í úthverfunum.


mbl.is Vitlaust veður á Suðurlands- og Vesturlandsvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Nákvæmlega! Er hrædd um að fólk hafi ekki gert sér fulla grein fyrir muninum á veðrinu þarna uppi á fjöllum og inn í borginni þegar það fjárfesti í Norðl.holti

Heiða B. Heiðars, 20.3.2007 kl. 12:03

2 Smámynd: Ester Júlía

Nú bý ég í Grafarvogi - ekki langt síðan það var úti á landi . Hér er bara alldeilis ágætt veður..nei kannski ekki ágætt, rok og bylur  en ég hef samanburð við miðbæinn, bjó þar í sjö ár.  Það var oft brjálað veður þar líka sko

Ester Júlía, 20.3.2007 kl. 12:18

3 Smámynd: Sigfús Þ. Sigmundsson

Hellisheiðargöng eru að mínu mati kostur sem þyrfti að athuga, bæði varðandi ófærð og svo til að losna við Kambana.   En stóra spurningin í því samhengi er jarðhiti og eldvirkni á svæðinu.  Hengillinn er jú eitt virkasta svæðið hér á landi og kannski ólíklegt að þetta sé raunhæfur kostur.  Það væri gaman að heyra í einhverjum sérfræðingi á þessu sviði til að segja til um það hvort þetta sé raunhæft eða ekki...

Sigfús Þ. Sigmundsson, 20.3.2007 kl. 12:58

4 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Blíða hér hjá mér

Júlíus Garðar Júlíusson, 20.3.2007 kl. 14:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband