Eftirlitsmyndavélarnar á Sögu?

Jæja, nú virðast eftirlitsmyndavélarnar á Sögu hafa skilað sínu. Maðurinn náðist á mynd, að mér skilst, og löggan hafði því öll færi á, að elta þennan gaur uppi og handtaka hann.

En ég vil vekja athygli á einu. Starfsfólk Hótel Sögu reyndi að halda manninum, en tókst ekki. Hann slapp burtu og hljóp inná Birkimel og einhver með honum.

Spurning hvort a.m.k. stærstu hótel landsins ættu að fara að ráða öryggisvörð, til að vera á staðnum á hótelinu? A.m.k. um kvöld og helgar. Það var t.d. gert á BSÍ, þar sem nokkuð hafði verið um ólæti og vesen, en eftir að öryggisvörðurinn tók að vera þar til staðar á helstu "áhættutímum", datt allt í ljúfa löð.

En jæja, ágætlega gert hjá löggunni.


mbl.is Meintur nauðgari handtekinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Ekki gott mál, en búið er að handtaka gaurinn.

Sigfús Sigurþórsson., 19.3.2007 kl. 07:20

2 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Já óhugnarlegt mál.

Nú er búið að handtaka hann og virðist sem sú breyting sem gerð var á skipan lögreglumála í landinu og sameiningu á höfuðborgarsvæðinu og sé farin að skila sér í skjótari viðbrögðum í rannsóknum mála ... vel gert hjá Stefáni Eiríkssyni lögreglustjóra og hans liði.

Herdís Sigurjónsdóttir, 19.3.2007 kl. 09:29

3 Smámynd: Snorri Bergz

Já, ég man eftir Stefáni frá MH dögunum. Frábær náungi. Ég treysti honum fullkomlega fyrir löggunni.

Snorri Bergz, 19.3.2007 kl. 09:51

4 identicon

Vel gert af Lögreglu.  En hvað svo?  Hvernig stendur t.d. málið þar sem 4 menn af erlendu bergi brotnir réðust á konu inná salerni á Kaffi Viktor og reyndu að nauðga henni, og þegar maður hennar kom til hjálpar misþyrmdu þeir honum líka, brutu m.a. 10 tennur!!!

Johann Ingi Sigtryggss (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 13:16

5 identicon

Lögregglan er ekki vandamálið (allavega ekki í þessum málum), það eru lögin...

Það á einfaldlega að ganga frá þessum mönnum.

Kúlan er ódýrari en réttarkerfið og þessir menn eru ólækanlegir af sýnum afbrygðilegu hvötum. Engin fangelsisvist sæmir svona afbrotum sem að mínu mati eru þau verstu sem til eru.  Held að fáir myndu kippar sér upp við það að fá frétt um að löggreglan hafi hantekið nauðgara og einfaldlega hent honum í hafið eftir að hafa gengið úr skugga um að engin lífsmörk væru til staðar. Þá myndu fáir sækja í slíkt atferli hér á klakanum nema þeir væru ekki með lögin á hreinu, 2 árum seinna myndi þetta ekki þekkjast. Ekki mannhúðlegasta stefnan en eingu að síður aðferð sem virkar. 

En ég er líka svolítið öfgakendur, bara pínu. 

Pétur M (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband