Segðu það með blómum

Jæja, þingmenn gátu þá sameinast um eitthvað -- náðu flokkspólítískri samstöðu, eins og það er víst orðað. Gott hjá Ágústi junior að fylgja þessu máli eftir.

En nú voru ýmsir að hætta á þingi (svo vitað sé) og aðrir hætta eftir 12. maí, þar eð þeir ná ekki endurkjöri. Það á sérstaklega við þingmenn Framsóknarflokks, og vonandi líka Frjálslynda flokksins. Ég held að það verði varla mikill sjónarsviptir af Magnúsi Þór og Sigurjóni goða. Og Guðjón hefur misst það líka.

Nokkrir hætta sjálfviljuglega, þeirra á meðan Solveig Pétursdóttir þingforseti og fyrrv. ráðherra. Hún og mamma mín, Sólveig, eru báðar undan Sólveigu ríku í Engey, og ku víst heita báðar eftir ömmum sínum, sem hétu báðar eftir ömmu sinni, þeirri ríku. Annars er ég voðalega lítið inní svona ættfræði. Það má þó segja, að Sólveig Pétursdóttir hafi að sumu leyti hrökklast af þingi, ekki fyrst og fremst vegna eigin gjörða, heldur olíumálsins, þar sem eiginmaður hennar Kristinn Björnsson lék eitt aðalhlutverka. Hann var nú reyndar sýknaður í gær, flestum að óvörum.

En sætt hjá Össuri, fyrir hönd þingmanna, að gefa henni blómvönd. Æ, það er eitthvað svo væmið, að maður glaðvaknar við þetta á sunnudagsmorgni.

 


mbl.is Fundum Alþingis frestað fram á sumar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband