Laugardagur, 17. mars 2007
Wikipedia
Að mínum dómi er Wikipedia ágætt uppflettirit, en ekki til notkunar til grundvallar. Mér skilst, að kennarar í sagnfræði í HÍ banni nemendum að styðjast við þessa heimild í ritgerðum. Ég skil það vel. Á mínum dögum þar gengdi Öldin okkar sama hlutverki og einstaka bækur, sem pósuðu sem sagnfræðirit en voru hæpin heimild.
Annars er Wikipedia ágæt fyrir "trivial" fróðleik, sumar greinar reyndar mjög góðar og fræðilegar. En maður tekur þeim samt með fyrirvara, en notast frekar við þær vefsíður, sem Wikipedia bendir á.
Annars finnst mér skrítið hvernig hægt er að troða þarna inn. Ég fann þarna t.d. ritgerð, sem ég skrifaði forðum og sett á netið fyrir tæpum 10 árum. Þessi ritgerð stendur þarna sem eina heimilidin um ákveðið efni (þ.e. á ensku). Og ég var auðvitað ekki spurður leyfis.
Einn af lesendum þessarar greinar var að skrifa doktorsritgerð um efni, sem þessu tengdist. Ritaði hann mér mörg bréf (emaila þeas) og bað um nánari upplýsingar um mig. Þegar ég hafði bent honum á nokkra tengiliði (virtar fræðistofnanir, eða virta fræðimenn á tengdum sviðum - þ.e. Holocaust Studies) var ég viðurkenndur sem traust heimild og heimilt var að vitna í Wikipediu greinina "mína" í PhD ritgerð og meðfylgjandi útgáfu.
Þessi vinnubrögð voru ágæt. En hvað með alla þá, sem taka beint upp þaðan og treysta því sem sagt er, án þess að vita neitt um höfundinn?
Líflátinn á Wikipedia | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já, þetta eru ekki áreiðanlegustu heimildir í heimi, og gott að taka það fram þegar upplýsingar eru fengnar úr Wikipedia. Aftur á móti er þetta stærsta bloggsíða í heimi og ljóst að efnið sem þar er að finna hefur mikið gildi þó að ekki sé hægt að gefa því toppeinkunn samkvæmt viðmiðum um áreiðanleika.
Hrannar Baldursson, 17.3.2007 kl. 12:58
Kosturinn við Wikipedia er að saga hverrar greinar er geymd. Því er rétt að taka fram hvaða "útgáfa" greinarinnar var notuð þegar vitnað er í hana.
Það er hægt með því að ýta á "history" og skrá niður dags og tíma á nýjustu greininni (efstu línu) eða copyera linkinn sem inniheldur útgáfunúmerið.
Dæmi: http://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Iceland&oldid=115740469
Hér er vitnað í tiltekið eintak greinarinnar sem alltaf er hægt að skoða á ný, þó gerðar hafa verið breytingar.
Z (IP-tala skráð) 17.3.2007 kl. 20:15
Þetta er alveg rétt. Wikipedia er fín til að fletta upp ,,trivial" fróðleik og staðreyndum, t.d. varðandi raunvísindi á borð við efnafræði og landafræði. Ég nota hana eingöngu í þeim tilgangi, enda ekki á vísan að róa með hugvísindin.
Sigurjón, 17.3.2007 kl. 22:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.