Móna & Sólrún

c_serstakttilbodJæja, tvær konur í forystu jafnaðarmannaflokka á Norðurlöndum. Báðar eiga undir högg að sækja.

Sahlin er að koma til baka eftir erfiðan tíma, þar sem hún fór í skammarkrókinn vegna máls, sem hér á Íslandi væri smámál. Hún hvarf á braut um stundarsakir en er komin aftur.

Ingibjörg er vísast á útleið, en hefði sennilega fyrir löngu þurft að segja af sér, hefði hún verið í sömu stöðu í Svíþjóð.

Konur þessar sækja nú báðar þing sænskra krata. Mikil snilld hjá Sahlin, að leita ráðleggingar ISG hvernig eyðileggja eigi jafnaðarmannaflokk. Ég sé ekki að sú sænska geti lært eitthvað annað af íslenska krataforingjanum.


mbl.is Sahlin nýtur ekki trausts kjósenda Jafnaðarmannaflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

ISG er afleikur Samfó. Þegar drottningin fer á flakk með pilsaþyt og söng í upphafi ,án þess að hafa byggt upp stöðuna...tja..þið vitið hvernig getur farið

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.3.2007 kl. 10:57

2 Smámynd: Snorri Bergz

Í sumum öðrum löndum hefði fylgishrun sem þetta orsakað afsögn. Hún hefur svikið öll þau loforð, sem hún lagði af stað með. Í stað 40% er Samfó rétt að slefa 20%

Snorri Bergz, 17.3.2007 kl. 10:57

3 Smámynd: Snorri Bergz

Ég held nefnilega, að það sé ekki bara nóg að setja um jafnréttisskilti til að draga fylgi (kvenna) að flokknum.

Þrátt fyrir allt er betra að hafa hæfan karlmann en óhæfan kvenmann. Það einmitt er Samfó að reyna núna.

Snorri Bergz, 17.3.2007 kl. 15:07

4 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Bara verið að henda sér í djúpu laugina, hélt það mætti ekki gagnrýna ISG

Ragnar Bjarnason, 17.3.2007 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband