Formúlan: með hverjum heldur maður nú?

Ég á í smá vandræðum þetta árið. Ég er ekki alveg viss með hverjum ég á að halda í formúlunni.

Það hefur verið hálf-fastur liður hjá mér og Gunzó, að lauma að hvor öðrum nokkrum vel völdum óskum um að bíll Schumachers bili í keppni. Báðir studdum við Raikkonen og McLaren, þar áður Hakkinen.

Ég byrjaði að fylgjast með F1 þegar Schumacher gerði sinn versta skandal ever, með því í raun að ráðast á Villa á Nefinu. Um leið fékk maður nánast andúð á skósmiðnum og hélt með því liði, sem veitt gæti honum og Ferrari einhverja keppni. Fyrir valinu varð McLaren og Hakkinen. En nú eru báðir Finnarnir farnir frá McLaren, fyrst Mika og síðan Kimi.

Þessu til viðbótar er Coulthard farinn. Ég sá hann þegar ég var í Slóvakíu um síðustu aldamót. Bíllinn hans var parkeraður fyrir utan hótelgluggann minn. Ég gekk þar framhjá, og skoðaði þennan pínkulitla bíl, og sá síðan út um gluggan þar sem Coulthard hélt einhverja smá tölu og heilsaði aðdáendum sínum.

Hann er núna farinn líka. 

AlonsoÁ ég þá nú að halda með Ferrari, af því að Kimi er þar, eða halda með McLaren, þar sem "Íslandsvinurinn" Alonso keyrir?

Ég hugsaði þetta svona: ef Henry eða Cesc myndu skipta yfir í Liverpool, færi ég þá að halda með Liverpool? Nei. Maður heldur bara með sínu liði áfram.

AÐ vísu er ólíku saman að jafna en sama meginreglan:

Maður heldur með sínu liði.

Áfram McLaren og Alonso.


mbl.is Räikkönen á ráspól í fyrstu keppni sinni fyrir Ferrari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Það er dálítið tómarúm að vera búinn að missa manninn út sem maður elskaði að hafa andúð á (segi ekki hata). Ég reyndar er Toyota maður en geri mér engar vonir um að þeir vinni. Er bara alveg dottinn út úr þessu og veit ekki meir hverjir keyra fyrir þá. Fer að læra áður en ég tjái mig nánar um þetta.

Ingi Geir Hreinsson, 17.3.2007 kl. 11:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband