Ný könnun Capacents: Sjálfstæðisflokkur yfir 40%

fylgiGóðar fréttir, að mér finnst, fyrir landslýð allan. Sjálfstæðisflokkurinn á öruggri uppleið, hinir flokkarnir á niðurleið. Frjálslyndi flokkurinn kominn undir 5%.

Hvað ætli hafi gert gæfumuninn þetta skiptið? Var það ábyrg afstaða í auðlindamálinu? Eða tóku kjósendur að sjá í gegn um fagurgala sósíalista og samvinnumanna?

Og hvað ætli VG-maðurinn, sem ég ræddi við um pólítík yfir kaffinu í morgun og hann sagði, að íhaldið fái 34% í skoðanakönnum meinti 31% fylgi hámark í kosningum?

Og Samfó heldur áfram að tapa fylgi, en VG er að detta niður aftur, enda fylgi sósíalistana óeðlilega hátt.

En Áfram Ísland. Þetta eru góðar fréttir fyrir land og þjóð. Kannski þurfum við ekki að flýja til Kanarí "after all"?

 

 

 

 


mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokks eykst mikið frá síðustu könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Bergz

Haha, kratar hafa verið að afneita þessum "litlu" skoðanakönnunum, af því að þær sýna oft flokkinn vel undir 20%. "Ekkert að marka þetta", við treystum bara á alvöru kannanir Gallups. Síðan kemur könnun frá Gallup, og þá hlaupa kratar og benda á "litlu" kannanirnar"

 Gott dæmi um hringlandaháttinn í Samfó

Snorri Bergz, 17.3.2007 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband