Föstudagur, 16. mars 2007
Álverið í Straumsvík
Lykilorð:
- Stóriðjustopp
- Hafnarfjörður
- Álver
- Alcan
- Straumsvík
- VG
- Reykjavíkurflugvöllur
Samkvæmt skoðanakönnun Gallups er meiri hluti svarenda fylgjandi stækkun álversins í Straumsvík. Ég fagna því, verði þessi "niðurstaða" staðfest í komandi kosningum. Og Alcan bíður með Andrésar öndina í hálsinum, en VG-liðar heimta stóriðjustopp. Þjóðin græðir hins vegar meira á VG-stoppi. Miklu frekar þarf að stöðva vitleysuna í VG, en lítillega stækkun (að mínu mati) álvers, sem þegar er starfandi.
Við getum líka heimtað stopp á frekari samkeppni á matvörumarkaði: hér eru tvö álver og tvær verslanakeðjur. Spurning hvor veitir fólkinu meiri arð?
Ég bý reyndar ekki í Firðinum, en ég lít á þetta í víðara samhengi, en ekki aðeins hvað snertir hagsmuni Hafnfirðinga einna. Með sömu röksemd ætti að flytja flugvöllinn hinn snarasta úr Vatnsmýrinni, skítt með gagnrýnisraddir landsbyggðarfólks.
Það eru fleiri en Hafnfirðingar, sem njóta góðs af álverinu, s.s. vegna atvinnu eða þjónustu. Höfuðborgarsvæðið er allt eitt atvinnusvæði. Því skil ég ekki, að Hafnfirðingar einir hafi um það að segja, hvort álverið stækki, haldi áfram óbreytt eða fari, ekki frekar en Reykvíkingar hafi einir um það að segja, hvort flugvöllurinn verði áfram á sama stað eða fari.
Kratarnir og samverkamenn þeirra í R-listanum, undir stjórn ISG, komu hér á kosningu um framtíð flugvallarins. Ef ég man rétt, vildi meiri hlutinn burtu með völlinn. En síðan guggnuðu kratarnir á þessu öllu saman ,eins og venjulega, þegar kemur að því að bera ábyrgð á deilumálum.
Hvað gerist nú í Hafnarfirði. Verður áframhaldandi uppbygging í Straumsvík, eða vilja menn að vinstri vitleysan hrekji þetta fyrirtæki úr landi eins og önnur sem skila hér arði og veita fjölda fólks atvinnu?
Af hverju þurfa fyrirtæki ætíð að vera lítil til að ný-sósíalistarnir vilji veg þeirra mikinn? Og af hverju þarf ríkið alltaf að vera með rassinn utanum hvers manns nef?
Fleiri með en á móti álversstækkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvernig getur þú fengið þá niðurstöðu í málið að Alcan verði hrakið úr landi ef það fær ekki að stækka? Þetta er hótun sem Alcan hefur uppi, en ekki málefnaleg umræða. Af hverju vill/þarf að stækka álverið? Þetta er megin spurningin. Álverið stoppar ekki ef það stækkar ekki. Það er arðbært eins og það er.
Ég skil ekki að fólk þurfi að sitja og standa eins og Alcan þóknast. Hvað á gera eftir 10 ár þegar Alcan vill fá að stækka meira?
Guðmundur Örn Jónsson, 16.3.2007 kl. 14:53
Af hverju ættu aðrir en Hafnfirðingar að kjósa um skipulagsmál í Hafnafirði. Þessi kosning í Hafnafirði snýst ekki um það hvort Alcan fái að auka álframleiðslu sína á Íslandi eða ekki heldur aðeins hvort þeir muni fá að gera það í Hafnafirði, ef ríkisstórn Íslands heimilar það og hægt sé að afla rafmangs fyrir álveri. Ef íbúar annarra staða telja sig þurfa fleiri atvinnutækifæri í áliðnaði geta þeir bara sjálfir lagt til land undir slíkt. Þeir geta ekki ætlast til þess að fá að ráða einhverju um það hvort Hafnfirðingar leggi land undir slíkt og þurfi að þola meiri mengun eða ekki.
Íbúar þeirra sveitafélaga, sem hafa yfir virkjunarkostum að ráða hafa síðan vald til að ákveða það hvort þeir virkjunarkostir verði notaðir eða ekki. Fáist ekkert slíkt í gegn verður álverið ekki stækkað sama hvað Hafnfirðingar segja. Álverið verður heldur ekki stækkað ef ríkisstjórn Íslands ákveður að heimila ekki þessa stækkun.
Sigurður M. Grétarsson (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 16:12
Ótrúlegt með fylgjendur stækkunar. Vitið þið yfirleitt eitthvað um hvað þið eruð að tala?
"Miklu frekar þarf að stöðva vitleysuna í VG, en lítillega stækkun (að mínu mati) álvers, sem þegar er starfandi."
Þreföld stækkun? Stærsta álver Evrópu? Líttilleg stækkun? Þú lifir í öðrum heimi en ég.Benjamín (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 18:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.