Föstudagur, 9. mars 2007
Ennþá margir óákveðnir
Allt virðist stefna í stórsigur VG og hrikalega útreið Samfó. Sjálfstæðisflokkurinn er, samkv. þessu, í slæmri stöðu og ef eitthvað er að marka þessa könnun er allsendis óljóst með, að xD fái mikið fleiri atkvæði en XV í kosningunum, gæti munað 3-5%. En auðvitað á þetta eftir að breytast, enda fjölmargir óákveðnir, en óljóst er hvert það fylgi fer, þó vísast sé líklegast að Framsókn og etv Samfó fái þar hlutfallslega meira en hinir.
Ég held að fréttir á síðustu vikum um ofurhagnað banka og ofurlaun einstakra forstjóra hafi átt sinn þátt í að efla VG en draga úr fylgi Sjálfstæðisflokksins. Fleiri þættir koma vísast til, en ég hef hvergi séð minnst á þetta samhengi áður.
En þarna eru nokkur atriði sem þarf að hafa í huga:
1) Frjálslynda bólan er sprungin. Ég held að flokkurinn muni fá c.a. 5-7% í mesta lagi í komandi kosningum og hámark þrjá þingmenn.
2) Framsókn er búin að vera. Þetta upphlaup Sivjar var síðasta örþrifaráðið. Siv er a.m.k. búin að vera, og var tekin á beinið frá Jóni, Guðna og Jóni Kr. Ég efa að xB fari mikið yfir 10%, tel líklegt að flokkurinn verði með c.a. 9-11%
3) Samfylkingin er á útleið og verður marklaus flokkuráfram, nema ISG nái að hemja sig á næstunni og byrji að punta sig, svo hún verði sætasta stelpan á ballinu. En þá þarf hún að hætta þessum endalausu persónuárásum á sjálfstæðismenn og meðfylgjandi dylgjum og óhróðri. Það er fyrsta skrefið. Í öðru lagi þarf hún að koma sér upp trúverðugleika. Í þriðja lagi þarf hún að færa sig til hægri, ekki til vinstri. Mín skoðun er, að Samfó fái c.a. 20% fylgi í kosningunum, miðað við óbreyttar aðstæður og áframhaldandi aulahátt í forystumönnum Samfó.
4) Ég efa ekki að VG verði sigurvegari næstu kosninga, en tel líklegast að flokkurinn fái c.a. 20-25% fylgi, frekar nær 20 en 25%.
Samtals held ég að þessir fjórir flokkar fái c.a. 60% fylgi samanlagt í næstu kosningum.
5) Sjálfstæðisflokkurinn á eftir að bæta við sig fylgi frá þessari könnun og endar c.a. í 36-38% í kosningunum.
Restin fer á smáframboðin.
Vísbendingar um að VG svari eftirspurn eftir framboði umhverfisverndarsinna" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:31 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.