Kvennalistinn!

liljaJæja, þá er þetta "staðfest" VG er Kvennalistinn og hefur jafnvel sama listabókstaf til alþingiskosninga, V, og Kvennalistinn hafði áður. Og þrír af fjórum hæstráðendum í flokknum eru konur.

Ég held þessu ekki gegn VG, einkum af 2 ástæðum:

a) ég skil ekki að konur séu að jafnaði neitt verri stjórnmálamenn en karlar. Persónulega er ég hlynntur góðri blöndu karla og kvenna á ALþingi, en vil þó ekki lögfesta eitthvað kerfi þar að lútandi.

b) kven frambjóðendur VG eru almennt mjög frambærilegir stjórnmálamenn.

Ég er því ekki að hæðast að VG fyrir að vera kvennalisti, heldur bara halda því til haga og í leiðinni benda á, að Samfó hefur gjörsamlega glatað fylgi kvenna, eftir að ISG var kjörin formaður!

 


mbl.is „Gjörbreyting á fylgi á milli Samfylkingar og VG á meðal kvenna"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband