Vatn á myllu frjálslyndra

Jæja, góðar fréttir fyrir Frjálslynda. Þessar fréttir hljóta að vera vatn á myllu flokksins, enda er hér verið að taka undir áhyggjur flokksmanna um innstreymi útlendinga.

Ég vil í þessu samhengi benda á, að 1930-1940 voru útlendingar hér jafnan um 1% íbúafjölda, en þá voru Danir jafnan ekki taldir með. Þá var hér mikið af Norðmönnum og Þjóðverjum en aðrir útlendingar voru jafnan af norður-evrópsku þjóðerni.

Alþingismenn höfðu þá tvisvar talað gegn innflutningi Pólverja, c.a. 1903 og síðan 1927, þegar þingmenn Alþýðuflokksins fluttu tillögur, sem voru mjög samsvarandi þeim, sem Frjálslyndir flytja nú. En þá komu aðallega framsóknarmenn fram með kynþáttasjónarmiðin um, að hingað skyldu ekki flytja útlendingar af framandi kyni, t.d. Pólverjar, sem Danir hefðu flutt inn til landbúnaðarstarfa, en hefðu ekki reynst vel vegna "margvíslegra bresta", (útbreiðslu sjúkdóma o.fl).

En margt hefur breyst. Nú er hér allt morandi af Pólverjum en lítið af Norsurum. Svona breytast hlutirnir með tímanum og ekkert við því að segja.


mbl.is Hlutfall útlendinga af íbúum hér orðið 6%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband