Fjölmiðlalögin og Bush

Jæja, Bush hótar að beita neitunarvaldi til að hindra, að lög um brottflutning hermanna frá Írak verði samþykkt. Þegar ég heyrði þessi orð: "Forseti+neitunarvald" koma íslensku fjölmiðla"lögin" gjarnan upp í hugann.

En það er ólíkt að beita neitunarvaldi í ríki eins og USA, þar sem forsetinn er í raun forsætisráðherra, með okkar viðmiðunum, eða á Íslandi, þar sem forsetinn hefur jafnan verið til skrauts.

Helstu andstæðingar stríðsins í Írak (og veru USA þar) eru held ég jafnframt þeir, sem harðast stóðu að baki skraut-forsetanum, sem tók sér neitunarvald á Íslandi.

Ég segi nú bara eins og sumir; margt er skrítið í kýrhausnum.


mbl.is Bush hótar að beita neitunarvaldi sínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband