Auðlindamálið og ríkisvæðingin

Ok, vill einhver úrskýra fyrir mér hvað þetta merkir? Ég fæ ekki séð að þetta frumvarp geri í raun annað en að friða Framsóknarmenn.  Helst er þó, að nú er talað um "þjóðareign" í stað "sameignar þjóðarinnar". Mér líst eiginlega betur á hið nýja orð, þó þetta sé allt saman mjög skrítið.

Þetta er svona eins og það, að "þjóðkirkja" merkir í raun "ríkiskirkja". Því er í raun verið að segja, að auðlindir Íslands séu í raun og veru "ríkiseign". Þó í raun sé verið að staðfesta ríkjandi ástand, má segja, að hér sé verið að "ríkisvæða", frá því að "þjóðnýta".

Orðhengilsháttur? Jújú, getur vel verið. En hér er verið að þenja út anga ríkisins ofan í hverja holu í landinu.

Nú er einkavæðingarferlinu lokið. Ríkisvæðingarferlið er hafið.

 


mbl.is Þjóðareign í stað sameignar þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband