Mánudagur, 5. mars 2007
Karlfyrirlitning Samfylkingarinnar?
Ég skal segja alveg eins og er, að grein krataforingja Austur-Húnvetninga í Fréttablaðinu í morgun var kornið sem fyllti mælinn, hjá mér a.m.k.
"Traustur leiðtogi" heitir grein þessi og fjallar vitaskuld um Ingibjörgu Sólrúnu, hinn sköruglega Fuhrer kratanna. Þar eru helstu kostir hennar ræddir, og síðan farið í að gagnrýna karlremburnar (eða karlpungana, eins og Dofri Hermannz orðaði það) sem ráðist á ISG nánast af því einu, að hún sé kona. Þarna sé því um kvenfyrirlitningu að ræða, því málflutningur hennar sé svo góður, að gagnrýnin geti ekki komið af þeim sökum!
Ok.
1. Gagnrýni á ISG hefur fyrst og fremst komið eftir að hún hefur haldið misheppnaðar ræður, og þvi boðið gagnrýni heim. Hún hefur því ekki verið gagnrýnd fyrir það að vera kona, heldur hefur hún, að því að ég tel, sloppið auðveldlega frá gagnrýni vegna þess að hún er kona. ERGO: kyn hennar hefur dregið úr gagnrýninni, en ekki skapað hana.
2. Pólítík ISG beindist lengi að því, að verða valkostur við Davíð Oddsson, sem hún gagnrýndi iðulega og oft af mikilli heift. Af hverju? Er hún þá kvenremba, sem grundvallar sjónarmið sín á karlfyrirlitningu? Eða mannfyrirlitningu?
Þessi kynjarök kratanna ganga því varla upp, nema í þessu samhengi.
3. Ég var að horfa á heimildamynd um helgina: Nazis: A Warning from History. Þar kemur í ljós, að nasistar grundvölluðu kosningabaráttu sína 1930-32 með sama hætti og Samfó núna, þ.e. með því að auglýsa foringjann, og úthrópa þá, sem dirfðust að gagnrýna hann, sem Júða eða keypt þý Júðaauðvaldsins eða heimskommúnismans. Og Hitler sagði í ræðu: Nei, við höfum ekki fastmótaða stefnu í öllum málum. Svoleiðis er fyrir lýðræðisflokkanna. Fylgismenn hans sögðu síðan, að "vilji Foringjans er stefna flokksins" og framkvæmdu eftir því. Síðan hafði Hitler í raun sömu meginstefnu og ISG: "Stefna okkar er einföld, við viljum stjórna". Já, svoleiðis gera hinir "sterku leiðtogar". Málefnin skipta litlu; mestu máli skiptir að komast til valda.
En þetta er reyndar nánast það eina sem Samfó og nasistar eiga sameiginlegt - en merkilegt að báðir þessir flokkar skuli fyrst og fremst reyna að troða foringja sínum fram....og heyja þannig kosningabaráttu sína.
En a.m.k: Samfylkingin er að missa fótanna og nýtur hvorki mikils fylgis né trausts. Er það nokkur furða þegar hver krataforinginn kemur fram og auglýsir sig og flokkinn með þeim hætti, að um marklausa rugludalla sé að ræða?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:57 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.