Mikill höfðingi látinn

Ég þekkti Pétur ekkert. Hitti hann aldrei. En þeir sem lásu (eða þó ekki nema flettu ævisögu hans) verða aldrei samir á eftir. Ég missti reyndar af Kompásviðtalinu, sem Stefán Friðrik greinir frá. Það mun hafa verið ógleymanlegt.

Við, sem urðum fyrir barðinu á erfiðum sjúkleik í barnæsku og höfum ekki borið þess fullar bætur síðan, höfum hér glæsilega fyrirmynd um mann, sem gekk í gegnum ótrúlega þjáningu án þess að láta bugast. Og í ljósi erfiðleika hans, virðist margt það, sem margir hafa vælt yfir og afsakað sig með, vera hjóm eitt.

Enda lít ég á, að séra Pétur í Laufási hafi, þegar á heildina er litið, verið meðal merkustu Íslendinga 20. aldar.


mbl.is Andlát: Pétur Þórarinsson
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Komdu sæll Snorri.  Það var leitt að þú skildir aldrei hafa haft tækifæri á að hitta Pétur.  En eitt er víst að hann var mikilmenni og það á margan hátt.  Ég átti því láni að fagna að þjóna prestakalli sem hann hafði áður þjónað  þ.e. Hálsprestakalli og þá þjónaði hann í Laufási  þau sjö ár sem ég þjónaði á Hálsi, en Laufás er nágrannaprestakall Háls. Góður drengur er fallinn frá og við minnumst hans með þökk í huga.

Magnús G Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 20:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband