Vér mótmælum allir

Ég er einn þeirra, sem er ekki allskostar hrifinn af götumótmælum. Ég held ég hafi aðeins einu sinni tekið þátt í slíkum mótmælum, en það var þegar ég var í MH í gamla daga og við MHingar gengum niðrí Menntamálaráðuneyti í mótmælaskyni og héldum þar fund. Þetta var c.a. 1988-9. Man ekki akkúrat hvenær.

Maður getur svosem skilið, þegar t.d. kennarar mótmæla, eldri borgarar eða aðrir, sem telja sig þola órétt. "Gjör rétt, þol ei órétt" var mottó syndikalistaleiðtogans og ritstjórans Chr. Christensens. Lærisveinn hans, Ólafur Friðriksson ritstjóri Abl. og bæjarfulltrúi tók þetta mottó síðan upp frá honum, en síðan komst það í "eigu" sjálfstæðismanna.

En að standa fyrir svona uppþotum og látum og ekki út af stærra máli en einni borgarbyggingu, sem skipti um "eigendur" (eða öllu heldur leigjendur, ef ég hef skilið þetta rétt) fyrir nokkrum árum og hinir nýju vilja gjarnan komast þar fyrir.

En a.m.k. lýsi ég frati á þessa mótmælendur. Tilgangurinn helgar alls ekki meðalið að þessu sinni.

 


mbl.is Mótmælendur taka stefnuna á Ráðhústorgið í Kaupmannahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvad med ad tau geti verid heima hja ser eda farid a einhverja af tessum fjolmorgu klubba og stada sem eru i kaupmannahofn....nei nei tvi tau hafa tennan stad sem tau turfa ekkert ad borga fyrir, geta haft tetta eiturlyfjabæli eins skitugt og ogedslegt eins og tau vilja. Eg hef komid tangad og tad er ekkert nema eymd, litlir fullir krakkar an eftirlits og eiturlyf. Ju tad er spilud tonlist tar eins og einhver sagdi a odru bloggi ad hann færi utaf en hann getur farid a marga adra stadi.
Og hver segir lika ad tau hafi rett a husnædi!! Tad finnst mer alveg faranlegt! Hvada rett??? Hafa ta lika ekki allir adrir vandrædahopar rett a husnædi til "geyma ta einhverstadar". A eg bara ad stofna vandrædahop og sidan krefjast husnædis fyrir okkur tvi audvitad verdum vid ad eiga hus yfir lotu rassgotin okkar tvi vid viljum bara djamma og dopa alla nottina. Tad hefdi kannski verid betra ef tau hefdu lika hugsad betur um stadinn og virkilega kunnad ad meta hann en tetta er ogedslegt husnædi og illa farid tvi audvitad nennir enginn af tessu lidi ad hugsa neitt um tad.
Eg held ad tad seu mjog fair tarna inn a milli tessa folk sem falla ekki undir tetta sem eg er ad segja tvi tad eru tessar serstoku typur sem fara tangad...enda for eg aldrei tangad aftur enda ekki inn i dopi og nidurniddum stodum.   

Sigga (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 08:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband