VG stærri en Samfylkingin

steingrimurÞessar niðurstöður eru að mörgu athygliverðar, enda hafa hinir og þessir lýst því yfir, í kjölfar "netlöggumálsins" og landsfundarins sl. helgi, að þeir muni hætta við að kjósa Vinstri grænar. En nú veit ég ekki, á hvaða dögum þessi könnun var gerð.

Í annan stað, þá var landsfundur Vinstri grænna um sl. helgi og flokkurinn hefur fengið mikla umræðu í kjölfarið, bæði jákvæða og neikvæða. Það kann að hafa skilað auknu fylgi, því jafnvel neikvæð umræða er stundum betri en engin.

En þetta hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir Samfylkinguna, sem á verulega undir högg að sækja, og ekki síst formaðurinn.

Nú Sjálfstæðisflokkur er á svipuðu róli, frá 35-38% fylgi, en Framsókn er komin yfir Frjálslynda og það nokkuð hressilega.

Að mínum dómi bendir flest til, að tvenns konar flutningur á fylgi eigi sér stað á milli kosninga.

a) Vinstri grænar hafa c.a. 10% fylgi af Samfylkingunni.

b) Sjálfstæðisflokkur hefur kannski 2-3% fylgi af Framsóknarflokki, sem síðar tapar e.t.v. 2-3% líka til Vinstri grænna.

Enn á eftir að koma í ljós, hvort framboðin verði fleiri og þá hvaða áhrif þau munu hafa.


mbl.is VG með meira fylgi en Samfylking
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Bergz

Mæl þú manna heilastur Benedikt. Sá nú í fréttum að könnunum náði yfir nær allan febrúar mánuð.

Snorri Bergz, 1.3.2007 kl. 19:49

2 Smámynd: Tómas Þóroddsson

xd 35%.  xv 17%.  xb 13%.  xs 30%. xf 5%       en svo ef hægri grænir koma fram þá riðlast allt.

Tómas Þóroddsson, 2.3.2007 kl. 01:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband