Múrinn, Stelpan frá Stokkseyri og Steingrímur

berlinwallJæja, þá taka Múrverjar upp hanskann til varnar Steingrími Joð vegna umfjöllunar Margrétar Frímannsdóttur í títtnefndri jólabók. Og þar fer sjálfur Stefán Pálsson, ef ég hef skilið skammstöfun höfundar rétt.

Hann setur bók þessa í samanburð við ævisögur Sverris Hermannssonar, annars vegar þá, sem Indriði G. skrifaði meðan Sverrir var enn þægur sjálfstæðismaður, en síðan bók Pálma Jónassonar, sem reit sína með nýjar skoðanir Sverris til hliðsjónar, þ.e.a.s. post-íhald tímabilið.

Í kringum þetta saumar Stefán allskonar röksemdafærslur, sumar eðlilega mjög gáfulegar, en aðrar síður. Þar segir m.a.:

Lítum snöggvast fram hjá þeirri staðreynd að Margrét Frímannsdóttir er nú að berjast þriðju þingkosningarnar í röð við sumt af því fólki sem hún gagnrýnir í bók sinni. Við skulum jafnvel fallast á það í augnablik að hún sé afar vel til þess fallin að setjast í dómarasæti yfir fyrrum flokksfélögum. Það breytir því hins vegar ekki að bókin Stelpan frá Stokkseyri er einkar slök sem vitnisburður um pólitísk heilindi eða óheilindi.

Jæja, síðan kemur samanburðurinn við skammir Sverris í garð forystumanna Sjálfstæðisflokksins og út úr þessu verður eitt allsherjar Pravda.

wallEn niðurstaðan er, að Margrét sé að fela eigin mistök og að hafa valdið stuðningsfólki sínu vonbrigðum, og vilji því beina netlöggusjónum að Foringjanum, Steingrími Joð, sem virðist vera yfir alla gagnrýni hafinn hjá Múrverjum.

En persónulega finnst mér þessi grein aðdáunarverð. Það er ekki á færi nema allra bestu manna að skrifa svo um slæman málstað, að maður fer nánast að fá samúð með honum. Ég veit þó ekki fyrir víst hver er Trölli sem stal jólunum í þessu máli, en mér finnst Margrét Frímannsdóttir koma betur út og hennar málflutningur trúverðugri. Stefán Pálsson fær prik fyrir tilraunina. En ég er samt ekki sannfærður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband