Barcelona og þjóðernishyggja í fótboltanum

Hið forna "stórveldi" Athletic Bilbao er komið að fótum fram og fór niður í logum gegn Barcelona. Ok, AB var nú aldrei beinlínis stórveldi, en var hér fyrir nokkrum árum í baráttunni á toppnum. Nú liggur leiðin niður, beint niður um deild.

basque400Bilbao-liðið er frá samnefndri borg í Baskalandi á Spáni. Baskaliðin hafa jafnan verið þó nokkur í efstu deild, en meðal þeirra er Real Sociedad þekktast. Það síðarnefnda hefur reyndar verið nokkuð skárra upp á síðkastið, en er nú einnig að hrynja. Því stefnir allt í, að frægðarsól Baskaliðanna sé sest. (Kortið til hliðar skilst mér að sé af hinu "official" Baskahéraði á Spáni).

En af hverju? Jú, bæði þessi lið þrífast á þjóðernishyggju.

Real Sociedad hefur þá reglu, að ráða aðeins baskneska drengi til liðsins og ala þá upp. Þeir hefðu því t.d. ekki mátt kaupa Cesc Fabregas, svo nokkuð sé nefnt. Þeir verða því að byggja styrkleika liðsins á blöndu af Böskum og útlendingum, helst innan ESB, því í spænsku 1. deildinni mega aðeins vera 3 leikmenn frá löndum utan ESB. Ólíkt mörgum öðrum liðum hafa Real Soc. verið að fá t.d. til sín Balka og Tyrki, s.s. Darko Kovacevic og Tyrkjann Tuncay. Flest önnur lið láta S-Ameríkumenn fylla þennan kvóta. En a.m.k.: gallinn við þetta skipulag er, að þega góður innlendur leikmaður er seldur, hættir keppni vegna flag baskaldurs eða hættir fótboltaiðkun, er orðið erfitt að manna stöðuna með Baska, sem eru hættir að skila sér jafn vel og áður. Þ.e. endurnýjunin er ekki jafn ör og góð og áður var. Og Real Sociedad hefur orðið að selja nokkra sína bestu menn, t.d. Xabi Alonso til Liverpool. Og jafnvel þótt liðið gæti reynt að fá ódýran leikmanní staðinn frá ESB-ríkjum, gæti það reynst erfitt, því þjóðernishyggja Baskanna er það rótgróin, að stuðningsmenn liðsins myndu aldrei samþykkja það fyllilega, að Baskar væru ekki meiri hluti liðsins. (Að ofan: Fáni Baska)

Þetta er jafnvel enn verra hjá Athletic Bilbao. Þar þurfa ALLIR leikmennirnir að vera Baskar. Engir útlendingar, engir Spánverjar aðrir. Aðeins Baskar (en t.d. Frakkinn Lizerazu, sem er af Baskaættum, kom til greina meðan hann var í gangi -- Baskar gebasque_countryra einnig tilkall til svæða í Frakklandi, sjá kortið hér til hliðar). Þeir hafa því átt í erfðileikum með að halda velli, þó vissulega sé betri framleiðsla þar en hjá Real Sociedad af efnilegum Böskum. Upp á síðkastið hefur sú framleiðsla ekki verið að skila sér, og t.d. þegar Asier del Horno var seldur til Chelsea, reyndist arftaki hans ekki  af sama styrkleika. Vandamál liðsins sjást m.a. á því, að lykilleikmenn liðsins, t.d. Urzaiz, eru orðnir gamlir, og voru upp á sitt besta um eða fyrir 2000.

Það merkilega er, að þjóðernishyggja er reyndar engu síðri í Katalóníu, eða a.m.k. ekki svo frábrugðin. Katalónar hafa reyndarfengið fleiri baráttumálum sínum framgengt en Baskar, og því hefur þjóðernishyggja þeirra aðeins róast. En hún býr undir niðri.

Það merkilega er, að þjóðernissinnaðir Katalónar líta ekki svo á, að sitt helsta lið, Barcelona, þurfi að vera meira eða minna skipað heimamönnum. Þeir líta svo á, að mikilvægara sé, að liðið sé skipað heimsklassa leikmönnum, sama af hvaða þjóðerni þeir séu, þó vissulega þurfi heimamenn að eiga mikilvæga fulltrúa í liðinu. Það er því árangur liðsins, sem skiptir máli, en ekki þjóðerni leikmannanna, ólíkt því sem viðgengst í Baskalandi.

En hvernig þjóðernishygga er þetta? Hér forðum vildu Íslendingar ekki fá hingað aðra útlendinga en þá, sem væru af norrænu blóði og skyldir Íslendingum, þeas Norðmenn, Dani og jafnvel Þjóðverja. Aðrir stofnar, eins og t.d. Gyðingar og Pólverjar, voru því ekki æskilegir, amk meðan þessi stefna var ráðandi. Hingað komu nánast engir "framandi útlendingar" fyrr en á síðustu 2 áratugum. Áður voru þeir mjög fáir, nú eru þeir mjög margir.

Ergo: áður fylgdum við þjóðernishyggju að hætti Baskamanna, fyrst A. Bilbao (engir útlendingar!), síðan aðeins nytsamir útlendingar af "skyldu" þjóðerni (R. Sociedad). Þá var árangurinn heldur ekki sérlega góður, þó það hafi kannski ekki verið þjóðerniskennd að kenna. 

En núna skiptir hér meira máli að ná árangri, burtséð frá því hvers þjóðar vinnuaflið er, rétt eins og hjá Barcelona. En eins og á Spáni, mega hér ekki vera of margir af "mjög framandi" þjóðerni!  


mbl.is Auðveldur sigur hjá Barcelona
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband