Frábær brandari: Tannlækningar í heimahúsi

Ég skal viðurkenna, að ég fíla svona húmor alveg í botn. Ég er reyndar ekki alveg saklaus af svona löguðu, sendi nokkrar smáauglýsingar svipaðs eðlis í DV í gamla daga. M.a. var einn vinur minn að gefa nýlegan ísskáp, annar að losa sig við nýlegt VHS tækið sitt mjög ódýrt, osfrv. Ein vinkona mín var síðan sek um að auglýsa fyrir vinkonu sína, að hún væri til í að vera "escort" fyrir auðuga, eldri menn á viðskiptaferðum erlendis. Síminn stoppaði ekki! Sjálfur auglýsti ég eitthvað svipað einu sinni. Síðan auðvitað átti maður þátt í, með öðrum, að ræna brúðinni í brúðkaupsveislunni, og krefjast lausnargjalds, t.d. undirritaðri yfirlýsingu um að guminn héti því að strauja skyrturnar sínar sjálfur, osfrv.

Margt er því hægt að bralla, sé vilji fyrir hendi. En þessi auglýsing sló þetta allt út. Stór auglýsing með mynd, og þetta var afar trúverðugt þá, þó eftir á að hyggja sé maður gramur sjálfum sér fyrir að hafa ekki fattað djókið.

En ég vek síðan athygli á, að Sigurgeir Orri hér á blogginu kynnir sig sem áhugaskurðlækni. Hmmm, jæja.


mbl.is Tannlækningar í heimahúsi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það svakalegasta sem ég hef heyrt, var þegar að einhver auglýsti "fyrir" vin sinn að fyrstu verðlauna labrador tíkin hans hefði verið að gjóta 12 hvolpum og þeir fengjust gefins, fólk hringdi í tvær vikur og lagði leið sína heim til hans (bjó að ég held einhvers staðar á Suðurnesjum).

Helgi - www.helgi.wordpress.com (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 07:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband