Vinstra brosið í Samfó

baugsfylkinginEru hægri kratar að flýja Samfó? Ok, við höfum bara tvo "þungavigtarkappa" hér, þá fóstbræður Jón Baldvin og Jakob Frímann, en hér á blogginu held ég að Ómar bloggfélagi falli undir þetta, þó ég viti í raun voðalega lítið um hans pólítísku skoðanir, en ég veit að hann var krati, skilst mér á öðrum bloggunum, en vill ekki kjósa Samfó, alls ekki. Ég var að horfa á Jakob í Silfrinu og staðfesting það, sem maður grunaði, að hægri kratarnir úr gamla Alþýðuflokknum séu óánægðir í Samfó.

Það kemur svosem ekkert á óvart. Samfó hefur verið að færast til vinstri. Ég veit jafnvel um nokkra hægri krata sem eru í vandræðum vegna þessa. Þeir vilja halda trúnað við Samfó, en eiga svolítið erfitt með það og myndu jafnvel frekar kjósa Jón Baldvin í einhvers konar hægri-krata framboði, jafnvel undir merkjum gamla Alþýðuflokksins.

En það besta við þetta er, að maður hefur frétt af ýmsum krötum, sem ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í næstu kosningum, sumir hverjir fyrst og fremst til að  refsa Samfó fyrir vinstra brosið. En ég veit bara um einn sjálfstæðismann, sem ætlar að kjósa Samfó, það er Ellert B. Schram, þó hann sé nú hugsanlega orðinn krati. Og síðan er Reynir Harðarson í CCP, sem segist enn vera sjálfstæðismaður en er í framboði fyrir Samfó. Spurning hvað hann ætlar að kjósa? Smile

En nú bara að fá fleiri hægri-krata til að kjósa eina hægri-flokkinn á Íslandi í vor.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband