Laugardagur, 24. febrúar 2007
Þunglyndi og reiði fylgifiskar skilnaðar?
Ok, ég verð að segja, í þessu samhengi, að ef marka má fyrstu fréttir frá Landsþingi VG, séu voðalega margir þar búnir að ganga í gegnum skilnaði. Steingrími tókst þarna algjörlega að hrekja ISG í faðm Geirs. Því jafnvel kratarnir hljóta að sjá, að stefna VG er bæði óframkvæmanleg og hættuleg. Þar að auki er SJS ekki líklegur til að gera miklar málamiðlanir eða tilhliðranir. En til að t.d. stjórn D og S verði möguleg, þurfa sjálfstæðismenn m.a. að fá að vita hvað Samfó stendur í raun fyrir -- og ekki telja fram síðustu skoðanakannanir plís. En kannski eru kratar loksins farnir að átta sig á, að til að vera teknir alvarlega í pólítík, er nauðsynlegt að hafa fastmótaða stefnu til langs tíma, en ekki bara plástur sem dugar út vikuna.
Jafnvel Múrinn, sem fyrir nokkru biðlaði til Sjálfstæðisflokksins, er farinn að óttast óvígða sambúð Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Það er ekki að ástæðulausu. Maður hefur verið að greina ákveðna hneigingu meðal sjálfstæðismanna, að setja til hliðar fyrri árásir Samfó á Sjálfstæðisflokkinn og einstaka meðlimi hans, og horfa björtum augum til stjórnar D og S. Ég skal viðurkenna, að ég er einn þeirra -- með þeim fyrirvara, að núverandi stjórn falli eða fái aðeins nauman meiri hluta. Og eftir stefnuskrána, sem maður les í fréttamiðlum um áherslur VG, er deginum ljósari, að VG á ekkert erindi í ríkisstjórn, og alls ekki með Sjálfstæðisflokknum.
Þunglyndi og reiði fylgifiskar skilnaðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Athugasemdir, Dægurmál, Spil og leikir, Vefurinn | Breytt s.d. kl. 11:22 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.