Bullandi stemning hjá stjórnarandstöðunni?

nullJæja, þetta hlýtur að vera ótrúleg niðurstaða hjá Steingrími Joð, að það sé stemning í að fella stjórnina? Ég veit ekki betur en, að meðal stjórnarandstöðunnar sé jafnan stemning fyrir því, að fella stjórnina, sér í lagi vikurnar fyrir kosningar.

Ég hef þó ekki orðið mikið var við þessa stemningu, nema meðal einstakra málsvara andstöðuflokkanna. Undantekningin er kannski sá áhugi meðal áhrifamanna í stjórnarandstöðuflokkunum um, að sparka Framsókn út og gerast "hækja" Sjálfstæðisflokksins, eins og kratar og kommar kalla yfirleitt þennan fylgislitla bændaflokk. Einstaka menn vilja síðan mynda vinstri stjórn  afturhaldskommatitta og nýkommúnista. Slíkir hafa hátt, en ég efast um að margir trúi slíkum niðurstöðum kosninganna.

En hér að ofan birti ég mynd sem ég tók af stemningsfundi stjórnarandstöðuflokkanna nýverið.


mbl.is Steingrímur: Bullandi stemning fyrir því að fella ríkisstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er svo langt síðan Steingrímur var í stjórn það man enginn eftir skattahækkunum hans og andstöðu gegn litasjónvarpi og mjólkursölu í búðum

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband