Nafnlausa lögfræðibréfið!

Jæja, hér er nú bréfið, tekið af vísi.is. Þetta er annað nokkur merkileg lesning og má þar ráða ýmislegt, s.s. að bréfritarar telji að Baugsmenn hafi verið á heimavelli þarna og að dómarar hæstaréttar séu heimadómarar. Jafnframt eru þarna á ferðinni mjög alvarlegar ásakanir. M.a. segir:

 Enn eru þeir sem segja að meirihluti dómara Hæstaréttar sé að hefna sín. Þeir eru reiðir yfir því að hafa ekki fengið að ráða nýskipunum dómara í réttinn að undanförnu.

Þar koma einkum til skipanir Ólafs Barkar, frænda Davíðs, og Jóns Steinar, vinar Davíðs. En merkilegt þetta allt saman. Hér á áratugum áður skipuðu hinir pólítísku herrar í stöður dómara, bæði við Héraðsdóm og Hæstarétt, og þá oft á tíðum vini sína og jafnvel flokksbræður. Ég man ekki eftir því, að það hafi verið vandamál eða mikið rætt, og hef ég nú skannar dagblöð landsins nær alla síðustu öld. Minnir þó að það hafi orðið einstaka mál, t.d. þegar Jónatan Hallvarðsson var skipaður í eitthvert dómarastarf, en þori þó ekki að fara með það.

En a.m.k. skal ég taka undir, að frammistaða Ísbergs er skuggaleg, þó ekki sé meira sagt, sér í lagi hvað snertir Sullenberger. En um aðra dómara þarna hef ég ekki mótað mér skoðun.

Þetta er annars athygliverð lesning, en það rétt hjá bréfritara, að hann er heigull að skrifa ekki naf sitt undir. Hann hlýtur að hafa hagsmuna að gæta, að ergja ekki dómara. Ergo: hann virðist vera lögfræðingur.

Getur verið að hann sé líka Framari?

 


mbl.is Áttu stuttan fund um nafnlaust bréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Bergz

"Getur verið að hann sé líka Framari?"

Ok, ég skal játa á mig skepnuskap. Sumir hafa sent mér meil eða hringt, og spurt hvort ég eigi við framsóknarmann eða stuðningsmann Fram. Það skal hérmeð tekið fram, að ég hafði báða þessa hópa í huga, rétt til að rugla menn aðeins í ríminu.

Síðan kom einn lesandi með athugasemd við málfar bréfsins, og segir, að menn kryfji ekki eitthvað til mergjar, heldur "brjóti til mergjar", og "kryfji inn að beini". Jahá, ég man ekki eftir að hafa lesið þetta, en með fylgdi mynd úr skjalinu, með aths. Merkilegt nokk...hvað ætli íslenskufræðingar segi um þetta?

Snorri Bergz, 23.2.2007 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband