Föstudagur, 23. febrúar 2007
Var Saga Hotel áður melluhótel?
Þegar við skákstrákarnir fórum á Norðurlandamót í skólaskák forðum var það regla, að flogið var um Kaupmannahöfn og gist þar amk yfir nótt. Jafnan var gist á Cosmopole eða öðrum hótelum í eða við Colbjornsensgade, nærri járnbrautarstöðinni. Einu sinni sem oftar vorum við með glugga út að Istedgade, beint gegn "hættulegasta horni Evrópu", þar sem fram fór vændi, dópsala (þ.e. hryðjuverkastarfsemi!) og fleira slíkt.
Við skemmtum okkur við það stundum, að horfa út um gluggann og veðja um, hvort ákveðin mella næði kúnna. Eftir samtal fóru hvort um sig ólíka leið, til hægri eða vinstri, en fóru síðan bæði inn á Gala hotel, sem stóð aðeins innar í Colbjornsensgade. Bingó.
Nú, jæja, síðan gerði löggan razziu og lokaði Gala. Málið dautt. En 1991 fórum við sagnfræðinemar í vísindaferð til Köben og fengum hótel á vegum Veraldar, held ég að það hafi þá heitið - fyrirtæki Andra Más Ingólfssonar. Það hét Saga hotel - Hótel Saga þeas. Og mér til furðu, var það sama hótel og áður var melluhótelið Gala Hotel.
Ég vildi bara deila þessari sögu rétt til skemmtunar, í því ljósi að Hótel Saga í Reykjavík hefur nú úthýst klámhundunum og ætlar nú að úthýsa klámmyndunum líka.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Aulahúmor, Bloggar, Dægurmál, Ferðalög, Lífstíll, Menning og listir, Saga, Skák | Facebook
Athugasemdir
Hvaða hótel er ekki melluhótel?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 23.2.2007 kl. 11:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.